Gott er að vera kominn á hótel í Jelenia Góra 2-3 dögum fyrir aðgerð. KCM sjúkrahúsið gerir þyngdarlækkandi skurðaðgerðir (ÞLS) yfirleitt á laugardögum og sumar vikur oftar. Dvelja verður á svæðinu að lágmarki í 2 sólarhringa eftir aðgerð en gott að vera lengur, eða í 3-4 daga.
Þær vikur sem KCM gerir ÞLS á miðvikudögum henta laugardagsflug Wizz air milli Keflavíkur og Wroclaw (REY-WRO) vel. Undanfarin ár hafa verið tvö til þrjú flug í viku.  Vegna Covid hefur Wizz air fellt niður mörg fluganna í september og október 2020 en þegar þetta er ritað eru flug á laugardögum.
Hægt er að komast í tiltölulega hagstæðu flugi til Wroclaw flesta daga með einni millilendingu til dæmis í Warsáw.

Aðgerðir eru vikulega og mánaðarlega eru hópferðir.  Þjónusta í ferðunum er álíka en í hópferðum fer Íslenskur fararstjóri með.

Í venjulegum ferðum fara einstaklingar á eigin vegum.  Bílstjóri tekur í öllum tilvikum við fólki á flugvellinum og ekur á hótelið. Enskumælandi sjúklingatengiliður leiðir fólk gegnum ferlið hjá KCM.

Í hópferð bætist íslenskur fararstjóri við og leiðbeinir fólk í gegnum ferlið.

Í dagskránni hér á eftir eru aðgerðadaga sýndir.  Hafa þarf samráð áður en flugmiðar eru keyptir, til öryggis, vegna þess hversu ástandið er kvikt.

Dagskrá ÞLS

Ferðadagar

Heppilegt er að vera kominn út tveimur dögum fyrir aðgerðadag. Dvalið er á spítalanum tvær nætur eftir aðgerð og hægt að fara heim að því loknu, þó heppilegt sé að vera á staðnum í 2-3 daga til ítrasta öryggis. Yfirleitt fer fólk í vikuferðir, en stundum er hægt að vera skemur. Þegar búið er að sjá út heppilegan aðgerðadag og ferðaviku, er rétt að hafa samband við HEI til að kanna hvort laust er í aðgerð, áður en flugmiði er keyptur.