Gott er að vera kominn á hótel í Jelenia Góra 2-3 dögum fyrir aðgerð á KCM sjúkrahúsinu sem gerir þyngdarlækkandi skurðaðgerðir (ÞLS) yfirleitt á laugardögum. Dvelja verður á svæðinu að lágmarki í 2 sólarhringa eftir aðgerð og gott að vera í 3-4 daga.
Wizz air býður beint flug til Wroclaw 2 í viku.  Heppilegt er að fljúga frá Íslandi á þriðjudögum og heim viku síðar.

Eftirfarandi áætlun miðast við ofangreint. Hægt er að hnika til ferðadögum og ferðast með öðrum hætti.  Gott að vera í samráði um það.

Í einstaklingsferð leiðir enskumælandi sjúklingatengiliður fólk gegnumferlið en í hópferð er einnig íslenskur fararstjóri sem leiðbeinir, aðstoðar og samræmir. Í báðum tilfellum er fólki ekið milli flugvallar, hótels og KCM sjúkrahússins eftir þörfum.

Það er mikið að gera hjá KCM sumarið 2020 eftir að opnaði aftur eftir (fyrstu bylgju) Covid. Englendingar, Írar eru fjölmennir meðal þeirra sem sækja til KCM og nokkrar vikur uppseldar í sumar.

Hér er dagskráin næstu mánuði.  Fleiri ferðir verða kynntar síðar.

Ferða
dagur
4.8
11.8
18.8
25.8
1.9
8.9
15.9
22.9
29.9
6.10
13.10
20.10
27.10
3.11
10.11
17.11
24.11
1.12
8.12
15.12
Aðgerða
dagur
8.8
15.8
22.8
29.8
5.9
12.9
19.9
26.9
3.10
10.10
17.10
24.10
31.10
7.11
14.11
21.11
28.11
5.12
12.12
19.12
Gerð
staða
Uppselt
Uppselt
Uppselt
Einstaklingsferð, Uppselt
Hópferð
Einstaklingsferð
Einstaklingsferð
Hópferð
Einstaklingsferð
Einstaklingsferð
Hópferð
Einstaklingsferð
Einstaklingsferð
Einstaklingsferð
Hópferð
Einstaklingsferð
Einstaklingsferð
Einstaklingsferð
Hópferð
Einstaklingsferð