Um EmBIO

EmBIO er leiðandi alþjóðleg miðstöð læknismeðferða við ófrjósemi sem sérhæfir sig í IVF meðferð, egg og sæðisgjöfum, sem og staðgöngumæðrun.

Meðferðirnar eru hagkvæmar og þungunarhlutfallið nálægt 70%.

EmBIO

Markmið EmBIO er að hjálpa fjölskyldum að verða hamingjusamir foreldrar með IVF og öðrum aðferðum sem leyfðar eru í Grikklandi.

Með þetta í huga koma margir sjúklingar víða að úr heiminum til Aþenu til að láta drauma sína um að verða foreldrar rætast.

Ef þú vilt hjálpa fjölskyldum sem eiga við órjósemivanda að stríða, til að láta drauma sína rætast, máttu gjarnan láta þau vita af okkur.

Frá 1996 hefur EmBIO IVF  miðstöðin ekki aðeins náð markmiðum sínum með því að stuðla að því að 15.000 börn hafa komið í heiminn og hjálpað jafn mörgum foreldrum að upplifa drauma sína, heldur einnig náð því að verða reyndasta og stæsta frjósemis miðstöð Grikklands.

Smám saman hefur reynt starfsfólk, nýjasti tæknibúinaður og þekking, laðað til sín foreldra hvaðan æva að úr heiminum sem treysta EmBIO miðstöðinni fyrir draumum sínum.  Um er að ræða mikið framfaraskref sem fleytti EmBIO á nýtt stig því nú er stöðin viðurkennd sem ein reyndasta og árangursríkasta frjósemi miðstöð Evrópu.

Árangur

Með þungunar hlutfalli nálægt 70% í vissum hópum sjúklinga, margháttuðu langtíma samstarfi við nokkra háskóla og tímamóta rannsóknum innan dyra, hefur EmBIO stuðlað að framförum á sviði fjölgunartækni og frjósemi meðferða.

Hafið samband við okkur hjá HEI – Medical Travel til að fá nánari upplýsingar (við höfum persónulega reynslu af stöðinni) eða beint við EmBIO.