Þyngdar-lækkandi skurðaðgerð (ÞLS) kann að henta fyrir fólk þegar eftirfarandi á við:

BMI ≥ 40

BMI> 35 og sjúkdómar tengdir offitu (hár blóðþrýstingur / hjartasjúkdómur, sykursýki, kæfisvefn, öndunarfærasjúkdómar, fitusjúkdómur í lifur, hátt kólesteról, meltingarfærasjúkdómar, lið- og bakvandamál og eftir vill fleiri einkenni)

BMI> 30 og sykursýki 2 og þyngd meira en 45 kg yfir kjörþyngd miðað við hæð og kyn og ef klassískar aðferðir við megrun og hreyfingu hafa ekki gengið og ef viðkomandi er tilbúinn fyrir verulegar breytingar á mataræði og lífsstíl.

Þetta eru aðeins viðmiðunarreglur og hver sjúklingur fyrir sig er metinn með hliðsjón af núverandi heilsufarsástandi og sögu um þyngdarvandamál.

Ert þú að íhuga þyngdar lækkandi skurðaðgerð (ÞLS) eða undirbúa þig fyrir slíka aðgerð?

Ef svo er ættir þú að velta fyrir þér hvort þú ert búin(n) að gera reyna til þrautar að ná árangri með bættu mataræði og aukinni hreyfingu.  Ef þú telur þig ekki ná lengra með þeim hætti er eðlilegt að þú íhugir ÞLS.

Við erum með lokaðan facebook hóp fyrir þá sem eru að íhuga aðgerð og þá sem eru búnir að fara. Það getur verið gott að spyrja þá sem eru í sömu sporum um það sem brennur á manni, áður en lengra er haldið.

Ítarefni varðandi offituvandann

Klínískar leiðbeiningar um meðferð fullorðinna einstaklinga með offitu – Embætti Landlæknis – Janúar 2020