KCM spítalinn er nútímalegur og vel tækjum búinn spítali í Jelenia Góra, sem er um 75.000 íbúa bær í suður Póllandi nálægt landamærum Þýskalands og Tékklands. Þaðan er fagurt útsýni til Karkonosze fjallanna sem eru vinsælt útivistarsvæði. Í bænum eru nokkrir hagkvæmir stórmarkaðir og fjöldi góðra veitingahúsa með aðlaðandi verðum.

Aðal eigendur sjúkrahússins eru Þýsk-Pólsk fjölskylda enda tilheyrði bærinn Þýskalandi fyrir síðari heimsstyrjöld.  Læknar sjúkrahúsins og helsta lykilfólk er hámenntað sumt í Póllandi og annað í Þýskalandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar.