Reynslusögur

Reynslusögur þeirra sem farið hafa í útlitsaðgerðir á vegum HEI.

Hjalti Allan býr á Grundarfirði og stundar ferðaþjónustu.  Hann fór í þyngdarlækkandi skurðaðgerð (magahjáveitu) í september 2018, sem hann er afar ánægður með.  Sigmundur Ernir Rúnarsson hjá stjónvarpsstöðinni Hringbraut ræddi við hann í sjónvarpsþáttunum Allt annað líf sem sýndir voru á Hringbraut í mars 2020.  Hjalti hafði þá losnað við 65 kg. Hann fór svo í stóra svuntuaðgerð í nóvember 2019 til að losna við aukahúð sem sat eftir. Hann segir frá reynslunni af því í síðari þættinum. Sjá fyrri þátturinn, sem tekinn var í nóvember 2019 í Póllandi í heimabæ KCM spítalans, Jelenia Góra. Sjá síðari þátturinn, sem byrjar í Póllandi og emdar á Íslandi í febrúar 2020  þegar farið var í heimsókn m.a. til Hjalta á Grundarfirði.