Gréta Jakobsdóttir, næringarfræðingur

Gréta Jakobsdóttir

UM Gréta Jakobsdóttir

Næringarfræðingur

Gréta Jakobsdóttir er sjálfstætt starfandi næringarfræðingur með sérþekkingu á næringu í aðdraganda efnaskiptaðagerða og á fæðuvali, vítamínum og næringu eftir aðgerð. Næring, matarvenjur og fæðuval eru mjög mikilvægir þættir eftir efnaskiptaaðgerð þar sem einstaklingar missa oft hungur- og/eða seddutilfinningar og verða oft á tíðum nokkuð hræddir við að prófa sig áfram með fæðutegundir. Mjög mikilvægt er að borða reglulega í takt við það sem hver og einn treystir sér til. Það að borða of lítið er ekki góð leið til árangurs.

Gréta er með doktorspróf í næringarfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hún hefur starfað náið með skjólstæðingum sem hafa undirgengist efnaskiptaskurðaðgerðir og komið að námskeiðum tengt undirbúningi fyrir og fræðslu eftir aðgerð. Einnig hefur hún hefur sótt margar ráðstefnur um næringu, offitu og heilsu. Hennar nálgun á næringu er vingjarnlega og jákvæð þar sem komið er til móts við þarfir hvers og eins. Jafnframt er enginn matur slæmur eða á bannlista heldur er mikilvægt að bæta samband sitt við mat, heilsu og eigin líkamsímynd.

Gréta býður óháð HEI, einkaráðgjöf varðandi næringu, sjá nánar hér.