Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir

Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir

UM Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir

Félagsráðgjafi

Dr. Sveinbjörg Júlía hefur lokið námi til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og meistaraprófi frá Göteborgs Universitet.
Hún er doktor í félagsráðgjöf frá HÍ.

Sveinbjörg Júlía hefur lengst af starfað við félagsráðgjöf. Hún stundar rannsóknir og hafa birst eftir hana greinar í vísindatímaritum.

Sveinbjörg Júlía leggur mikla áherslu á heildarsýn á aðstæður einstaklinga, hjóna og fjölskyldna, samspil þeirra innbyrðis og í umhverfi sínu. Hún tekur að sér viðtöl og ráðgjöf við fólk sem vill takast á við stórar breytingar í lífi sínu svo sem þyngdarlækkandi skurðaðgerð.