Hvað kostar meðferðin úti?
Kostnaður við meðferð fer eftir ýmsu, en aðallega meðferðarplaninu sem læknir mun útbúa fyrir þig/ykkur eftir að hafa fengið allar nauðsynlegar upplýsingar og/eða niðurstöður rannsókna.
Þegar meðferðarplan liggur fyrir, verður gerð kostnaðaráætlun byggð á því. Þið getið þá tekið upplýsta ákvörðun um hvort þið viljið halda áfram með meðferðina þegar allar upplýsingar um kostnað og meðferð liggja fyrir.
Almennt eru hefðbundnar meðferðir hjá Vistahermosa á svipuðu verðbili og sambærilegar meðferðir hér heima, og svo bætist við ferðakostnaður.
Flestir leita til Vistahermosa ekki vegna lægra verðs, heldur til að fá betri gæði bæði í rannsóknum og einstaklingsmiðuð meðferðarplön sem miða að því að þurfa að endingu færri meðferðir en ella til að eignast barn.
Flestir leita til Vistahermosa ekki vegna lægra verðs, heldur til að fá betri gæði bæði í rannsóknum og einstaklingsmiðuð meðferðarplön sem miða að því að þurfa að endingu færri meðferðir en ella til að eignast barn.
Fer ég/við í rannsóknirnar úti hjá þeim eða er það hægt hérna heima?
Það er alfarið þitt/ykkar val.
Ef um einfaldar rannsóknir er að ræða, eins og blóðprufur eða sumar sæðisrannsóknir, er auðvelt að framkvæma þær hér á landi með aðstoð kvensjúkdómalæknis. Þessar rannsóknir má einnig framkvæma hjá Vistahermosa, þar sem kostnaður er um 400 evrur. Allar rannsóknir eru framkvæmdar á staðnum, þar sem kliníkin er staðsett á sjúkrahúsi með fullkominn búnað.
Ef rannsóknirnar eru flóknari mælum við með að þær séu framkvæmdar hjá Vistahermosa.
Ef ég hef ekki kvensjúkdómalækni hérna heima eða ef það eru langir biðlistar, hvað geri ég þá?
Við erum með lista yfir kvensjúkdómalækna sem þekkja vel til Vistahermosa og taka gjarnan við fólki sem er í meðferðarferli hjá þeim. Þessir læknar geta veitt aðstoð við sónar, lyfseðla og annað sem þörf er á, oft með stuttum fyrirvara.
Ef ég hef samband við Vistahermosa beint en ekki í gegnum ykkur, er einhver munur á verði eða þjónustu?
Nei, það er enginn munur á verði.
Allir Íslendingar sem fara í meðferðir hjá Vistahermosa fara einnig í gegnum okkur, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað.
Allir Íslendingar sem fara í meðferðir hjá Vistahermosa fara einnig í gegnum okkur, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað.
Kostnaður sem þið greiðið fyrir meðferðir er greiddur beint til Vistahermosa nema ef óskað er eftir greiðsludreifingu. Í þeim tilvikum bjóðum við upp á slíkt í gegnum íslensk kortafyrirtæki svo sem Kortalán og þjónustur eins og Netgíró eða Pei.
Við fáum greitt fyrir okkar þjónustu beint frá Vistahermosa, og því leggjum við ekkert á verðið fyrir þig/ykkur. Markmið með samstarfinu er að bæta þjónustu við Íslendinga sem vilja leita til Vistahermosa.
Hvernig aðstoð get ég fengið frá ykkur?
Við viljum vera til staðar fyrir þig/ykkur í gegnum ferlið, sem við vitum að getur verið viðkvæmt og tekið á. Við veitum upplýsingar um hvernig meðferðin virkar, aðstoðum með þýðingar, svörum spurningum sem kunna að koma upp og bjóðum stuðning þegar á þarf að halda.
Við erum einnig með lista yfir kvensjúkdómalækna sem þekkja vel til Vistahermosa og geta veitt aðstoð með stuttum fyrirvara. Að auki bjóðum við upp á greiðsludreifingu í gegnum raðgreiðslur á kreditkorti, Netgíró eða Pei, sé þess óskað.
Hvernig kemst ég í samband við ykkur?
Gott er að skrá sig með því að smella á Hafðu samband
Þú svarar nokkrum spurningum og færð svo sendar upplýsingar og boð um að skrá þig í fría símaráðgjöf hjá okkur. Þar getum við farið yfir allt saman og sett ferlið í farveg.