Kona sem fór til Medical Park

Ég er 44 ára kona. Árið 2018 for ég í fyrsta skipti til Tyrklands í mini hjáveituaðgerð. Sú aðgerð heppnaðist vel og flaug ég heim aftur 3 dögum eftir aðgerð. Ég hef alltaf verið í þyngri kantinum frá því ég var unglingur. Upphafleg þyngd hjá mér var 120kg þegar ég fór í fyrstu aðgerð. Á 2 árum náði ég mér niður í 85 kg en léttist svo ekki meira en það þó svo ég hafi prufað ýmislegt og var dugleg í ræktinni. 2023 rakst ég svo á auglýsingu fra HEI medical travel og ég varð forvitin, sendi þeim póst til að athuga hvort það væri eitthvað sem hentaði mér. Eftir nokkrar heilsufars spurningar og pósta fram og til baka þá fékk ég þau svör að það er í boði fyrir mig að fara í aðgerð sem kallast gastric sleeve revision operation.

 

Ég pantaði mér far til Tyrklands með mánaða fyrirvara. Ég fékk beint númer hjá aðstoðarkonu á spitalanum sem var svo almennileg að svara öllum mínum spurningum fljótt og örugglega. Þegar á flugvöllinn í Tyrklandi var komið var bíll og bílstjóri sem beið eftir mer og keyrði mig á spitalann. Strax morguninn eftir fór ég í allar nauðsynlegar rannsóknir fyrir aðgerð. Fljótlega eftir hádegið var aðgerðinni svo lokið og við tók bataferlið. Ég kemst svo reyndar að því eftir aðgerðina að læknirinn tók þá ákvörðun að gera bara hjáveituaðgerð sem hentaði mer betur.

Það var vel hugsað um mig á þessum spítala og ég var með minn túlk sem hjálpaði mer gegn um allt það nauðsynlega. Einnig var ég með númer hjá honum þar sem ég gat alltaf verið í sambandi við hann. 3 dögum seinna fer ég svo í öll nauðsynleg próf til að ítreka að allt sé samkvæmt áætlun fyrir útskrift. Eftir það var svo bókað Hótel fyrir mig í 3 daga þarf sem ég jafnaði mig svo betur fyrir heimferð. Það var bílstjóri sem keyrði mig á hótelið og sótti mig svo aftur þegar það var tími til að fara á flugvöllinn fyrir heimferð. Innifalið í þessari aðgerð er:

  • Mat læknis MP á því hvort heilsa leyfi aðgerð
  • Ítarlegar forrannsóknir 
  • Háþróaðar aðgerðir með fullkomnum hátæknibúnaði
  • Lekapróf eftir aðgerð
  • Ráðgjöf fyrir og eftir aðgerð
  • Enskumælandi tengiliður leiðir gegnum um ferlið á sjúkrahúsinu.
  • Ítarlegar prófanir fyrir og eftir aðgerð
  • Fjóra daga á einu af MP sjúkrahúsunum í einkaherbergi, fyrir sjúkling og fylgdarmanneskju
  • Þrjá daga á nálægu góðu hóteli fyrir tvo í tveggja manna herbergi.
  • Akstur milli flugvallar, hótels og spítala.

Og þetta stóðst allt saman. Ég mæli eindregið með því að fara til Tyrklands fyrir þá sem vilja og hafa tök á því. Í dag eru rúmlega 3 vikur síðan aðgerðin var gerð. Ég fékk mjög ítarlegar leiðbeiningar um mataræði eftir aðgerð og sérstaklega hvaða mat og drykki þarf að forðast. Ég hef lest um tæp 5 kíló á þessum 3 vikum og hlakka ég til framhaldsins. 

Sunna María

Sunna María Gísladóttir

Ástæðan af hverju ég fór í þessa aðgerð var að ég varð orðin allt of þung og var farin að hafa eiga erfitt með daglegt líf.

Ég á tvö börn og ég var farin að kvíða því að fara út með þann yngsta því ég var svo hrædd um að geta ekki hlaupið á eftir honum ef hann hljóp í burtu, og langaði að geta verið úti í boltaleik með þeim án þess að þurfa hætta eftir smá stund til að ná andanum.

Ég var orðin virkilega hrædd um heilsuna.

Árangurinn er rosalega góður og mér líður ljómandi vel eftir aðgerðina og hefur ekkert komið upp á eftir hana. Ég hef misst um 50 kíló eftir aðgerðina og er í augnablikinu ekki að léttast.

Þjónustan var æðisleg, þegar ég tók ákvörðun um að fara var ég í beinu sambandi við HEI og fekk alltaf svar strax.

Það var æðislegt að fara út í aðgerð, þetta var rosalega notalegt að vera þarna og allt skipulagt svo vel og læknar og starfsfólk mjög almennilegt og það var hugsað rosalega vel um mann fyrir aðgerð og eftir aðgerðina.

Sigfús Bjargarson

Sigfús Bjargarson

Ég var búinn að berjast lengi við þyngdina. Maginn var alltaf grjótharður því kviðurinn var uppþembdur og ég varð fljótt móður. Móðir mín fór í aðgerð fyrir nokkrum árum og það gekk vel hjá henni. Mig langaði líka að fara. Svo þegar mér áskotnaðist peningur var ég ekki lengi að ákveða mig og dreif mig í aðgerð í október 2019. Ég sé ekki eftir því, langt því frá! Ég hefst léttst um 30 kg, var 112 kg og er kominn í 82 kg. Ætla að léttast um 3 kg. í viðbót. Líður stórvel í dag. Lífið hefur breyttst mikið. Til dæmis get ég núna keypt þau föt sem mig langar í, ekki bara það sem ég kemst í. Bakið er mikið betra. Var þungur fram á við. Mæðin hefur lagast. Þjónusta HEI var snögg og góð. Ég komst fljótt að. Hjá KCM var haldið vel haldið utan um mál. Mér leið vel á sjúkrahúsinu. Gott starfsfólk. Bærinn [Jelenia Góra] er rólegur sem er ágætt.

Hjalti Allan

Hjalti Allan Sverrisson

Rekur ferðaþjónustufyrirtæki

Hjalti Allan fór í þyngdarlækkandi skurðaðgerð (magahjáveitu) 2018 og er afar ánægður með það. Sigmundur Ernir Rúnarsson hjá sjónvarpsstöðinni Hringbraut ræddi við Hjalt í mars 2020. Hjalti hafði þá losnað við 65 kg og farið “svuntuaðgerð” í nóvember 2019 til að losna við aukahúð sem sat eftir. Hjalti segir frá reynslunni sinni af aðgerðunum þáttum á Hringbraut.

Sjá þáttinn hér

Kristín Sigmundsdóttir

Kristín Sigmundsdóttir

Sjúkraliði

Kristín er sjúkraliði og vinnur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík. Hún fór í þyngdarlækkandi skurðaðgerð hjá KCM spítalanum í maí 2019, sem hún er afar ánægð með. Hún er fararstjóri í ferðum á vegum HEI til KCM spítalans í Póllandi. Hún sagði Sigmundi Erni Rúnarssyni sögu sína í sjónvarpsþáttunum Allt annað líf sem sýndir voru á Hringbraut í mars 2020. Sjá fyrri þátturinn, var tekinn í nóvember 2019 í Póllandi í heimabæ KCM spítalans, Jelenia Góra.

Sjá  fyrri þáttinn hér

Sjá síðari þáttinn hér

Kristín Snorradóttir

Kristín Sigmundsdóttir

Ritstjóri og markþjálfi

Kristín Snorradóttir ritstjóri hjá hun.is fór í magaermiaðgerð hjá KCM spítalanum í febrúar 2020. Hún veitti fólki innsýn í ferlið á vef hun.is Einnig segir hún frá því hvernig hún upplifði þjónustu KCM og HEI .

Sjá video hér

Íris Davíðsdóttir

Hjá Raunvísdindastofnun HÍ

Íris fór í magaermi hjá KCM einkaklínikinni í Póllandi í janúar 2018. Hún er mjög ángæð þjónustuna sem hún fékk hjá KCM. Í maí 2019 hafði Íris lést um 44 kg sem er frábær árangur.

Sjá video af ferð Írisar hér

Birgir Þór

Brigir Þór Arason

Ég var 117 kg á aðgerðardag 26.5.18 en í dag 16.07.18, er ég búinn að missa 18.7 kg og hálfnaður að lokatamarkinu á aðeins 7 vikum. Það reyndist vera ein besta ákvörðun sem ég hef tekið [að fara í magaermi] og frábær þjónusta frá öllum sem stóðu að þessari ferð. Ég mæli hiklaust með HEI – Medical Travel fyrir alla þá sem eru íhuga magaermi eða hjáveitu. Toppþjónusta og frábært í alla staði.