Flestir léttast mikið og hratt eftir þyngdarlækkandi skurðaðgerð (ÞLS), sem kallast reyndar efnaskiptaaðgerð á fagmálinu af því að það er ekki bara að stærð magans minnkar heldur breytast efnaskiptin og fólk finnur mun minna til svengdar.

Aðgerðunum fylgja margir kostir en líka áskoranir bæði líkamlegar og andlegar. Landflestum vegnar vel en þegar frá líður þyngjast sumir aftur ef þeir gæta ekki að sér. Mikilvægt er fyrir alla að huga vel að bæði líkamlegri og andlegri heilsu.  Hér eru nokkur mikilvæg atriði í því sambandi.

Heilsugæsla

Heilsugæslustöðvar og heimilislæknar hafa verklagsreglur frá LSH varðandi eftirlit með þeim sem hafa farið í ÞLS, það er efnaskiptaaðgerðir (gastric bypass, magaermi…). Blóðrannsóknir sem gera þarf árlega eru status: Na, K, Ca, kreatinin, fastandi blóðsykur, HbA1c, B12, D vítamín, ALP, GGT og albumin.  Einnig þarf að rannsaka PTH þegar þörf er talin á og fleira.

Mikilvægt er að vera vakandi fyrir fylgikvillum vannæringar svo sem vítamin-/ steinefna- / járn skorti og einnig geðheilsu og vímuefnavandamálum. Beinþéttni þarf að mæla 4 árum eftir aðgerðina.

Þeir sem nota lyf við sykursýki eða háum blóðþrýstingi þurfa að vera í reglulegu eftirliti hjá heimilislækni að minnast kosti 3ja hvern mánuð fyrstu 2 árin eftir aðgerðina.

Heilsugæslustöðvar / heimilislæknar bjóða upp á að skrá fólk í reglulegt eftirlit og hnippa í fólk að mæta í eftirliti.

Næringarráðgjöf

Þeir sem hafa farið í efnaskiptaaðgerð (ÞLS) þurfa að passa vel að fá næga næringu af því að maginn og matarlystin minnkar verulega.  Það þarf að velja vel hvað sett er í litla magann.

Sjúkrahúsið sem HEI vinnur með lætur þá sem fara í ÞLS fá leiðbeiningar um mataræði og ráðlögð vítamín eftir ÞLS fyrir og eftir aðgerð.  Einnig fær fólk aðgang að facebook síðum og  lokuðum facebook hópum þar sem fræðast má af öðrum sem farið hafa í aðgerð sem sumir eru heilbrigðismenntaðir.

Sumir sækja sér sér persónulega ráðgjöf næringarfræðings, sjá lista hér.

Hreyfing

Hreyfing Hvort sem við erum of þung eða ekki þurfum við talsverða hreyfingu, sumir segja um 30 mínútúr á dag.  Við getum labbað, skokkað, tekið leikfimiæfingar heima með útvarpinu, sérstökum öppum og líkamsræktarstöðvar bjóða þjónustu og aðhald sem gott er að nýta sér. Margir sem verið hafa of þungir hafa gefist upp á að hreyfa sig nægilega og því getur verið átaka að byrja að hreyfa sig en það er því mikilvægara að drífa sig af stað. Öll ættum við að þekkja gönguhópa og líkamsræktarstöðvar í okkar nærumhverfi sem er um að gera að nýta sér. Áfram gakk 🙂

Þegar fólk léttist mikið verður eftir talsverð aukahúð hjá sumum, sem ekki vill fara.

The House of BeautySumir þurfa telja sig jafnvel þurfa á svokallaðri svuntuaðgerð að halda sjá nánar hér.

Öðrum nægir sérhæfð húðmeðferð eins og þá sem Hause Of Beauty býður upp á sjá nánar hér.