Heilsugæslustöðvar og heimilislæknar hafa verklagsreglur frá LSH varðandi eftirlit með þeim sem hafa farið í ÞLS, það er efnaskiptaaðgerðir (gastric bypass, magaermi…). Blóðrannsóknir sem gera þarf árlega eru status: Na, K, Ca, kreatinin, fastandi blóðsykur, HbA1c, B12, D vítamín, ALP, GGT og albumin. Einnig þarf að rannsaka PTH þegar þörf er talin á og fleira.
Mikilvægt er að vera vakandi fyrir fylgikvillum vannæringar svo sem vítamin-/ steinefna- / járn skorti og einnig geðheilsu og vímuefnavandamálum. Beinþéttni þarf að mæla 4 árum eftir aðgerðina.
Þeir sem nota lyf við sykursýki eða háum blóðþrýstingi þurfa að vera í reglulegu eftirliti hjá heimilislækni að minnast kosti 3ja hvern mánuð fyrstu 2 árin eftir aðgerðina.
Heilsugæslustöðvar / heimilislæknar bjóða upp á að skrá fólk í reglulegt eftirlit og hnippa í fólk að mæta í eftirliti.