UR Vistahermosa

“Ef það er eitthvað sem við hjá UR Vistahermosa erum stolt af, þá er það hvernig við vinnum. Við elskum að vinna með fólki – það er köllun okkar og að því er við telju, okkar mesti kostur.

Hvert mál og einstaklingur er einstakt og þarfnast sérstakrar, persónulegrar nálgunar.”

Hjá Vistahermosa starfar þverfaglegt teymi sem samanstendur af kvensjúkdómalæknum, fósturvísalæknum, erfðafræðingum, andrónulæknum, svæfingalæknum, sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum og aðstoðarmönnum, þannig að hægt er að nálgast hvert tilvik sérstaklega til að ná markmiði – þungun.

Markmiðið er að hjálpa fólki að verða hamingjusamir foreldrar. 

Stofan hefur þjónustað þúsundir “sjúklinga” víða að úr heiminum þar á meðal frá Íslandi.  Héðan er hagkvæmt beint flug nokkrum sinnum í viku og þar er gott verðlag og yfirleitt gott veður.

Við hjá HEI erum boðin og búin að leiðbeina þér eftir bestu getu við að láta að láta drauma þína um að eignast barn rætast.

Við höfum eigin ánægjulegu reynslu af því að nýta þjónustu stofunnar sem hefur borið ríkulegan ávöxt með þungun og yndislegu barni sem fæddist í árslok 2022.

Hafið samband við okkur hjá HEI – Medical Travel með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.  

Við sendum til baka upplýsingar og boð um samtalsráðgjöf.