Heildarkostnaður við liðskipti hjá CPH í Kaupmannahöfn er um 1,9 milljónir króna.  Kostnaðurinn skiptir í eftirfarandi liði:

  • Liðskiptiaðgerðin sjálf hjá CPH 89.000 DKK eða um 1,6 m.kr. á núverandi gengi.
  • Hótelgisting er að lágmarki 5 nætur fyrir sjúkling og fylgdarmanneskju, samtals þá um 100.000kr.
  • Flugfargjald um 70.000kr. á mann, samtals um 140.000kr.
  • Akstur innan Kaupmannahafnar, til og frá flugvelli og sjúkrahúsi um 40.000kr.

Nánast allir á Íslandi eiga rétt á að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiði kostnað sem tengist liðskiptiaðgerð hvort sem er hér heima eða erlendis, en afla þarf samþykkis fyrirfram ef farið er erlendis.  Læknir þarf að sækja um fyrir fólk, sjá hér.
SÍ greiða aðgerðina og flugið beint en leggja þarf út fyrir hótelkostnaði og uppihaldi utan sjúkrahússins sem fæst endurgreitt hjá SÍ með dagpeningunum eftir að heim er komið.