Nánast allir á Íslandi eiga rétt á að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiði kostnað sem tengist liðskiptiaðgerð hvort sem er hér heima eða erlendis sjá hér.

Ef SÍ samþykkja á annað borð að greiða fyrir aðgerð erlendis, greiða þau allan kostnað þar með talið aðgerð og fargjöld.  Hótel og uppihaldi greiðast í formi dagpeninga.

Heildarkostnaður við liðskipti hjá CPH í Kaupmannahöfn er um 2 milljónir króna.  Kostnaðurinn skiptir svona:

  • Liðskiptiaðgerðin sjálf hjá CPH 94.340 DKK eða um 1,8 m.kr. á núverandi gengi.
  • Dvöl í Kaupmannahöfn er að lágmarki 5 nætur.  Ef dvelja þarf á hóteli, fyrir sjúkling og fylgdarmanneskju, kostar það væntanlega samtals yfir 125.000kr.
  • Flugfargjald nálægt 70.000kr. á mann, samtals um 140.000kr.
  • Akstur innan Kaupmannahafnar, til og frá flugvelli og sjúkrahúsi um 40.000kr.

Allur ofangreindur kostnaður greiðist af SÍ ef þau á annað borð samþykkja að greiða.