Heilsugæsla hér heima

Við útskrift af spítala eftir liðskiptiaðgerð fær fólk leiðbeiningar um lyfjatöku, heilsugæslu og hreyfingu til að tryggja sem bestan árangur af aðgerðinni.

Heilsugæslustöðvar og læknar hér heima leiðbeina fólki einnig um endurhæfingu.

Ef vandamál er við gróanda, losa þarf sauma og þess háttar þá má leita til heilsugæslu hér heima enda eru Íslendingar sjúkratryggðir.

Hjálpartæki

Sjúkratryggingar Íslands, sími 515 0000, bjóða lán á hjálpartækjum svo sem upphækkunum og hækjum.

Það þarf heilbrigðisstarfsmaður að sækja um í sér umsókn. Ef umsókn er samþykkt af SÍ eru hjálpartæki send heim til fólks.

Sjúkraþjálfun

Mikilvægt að stunda markvissa endurhæfingu hjá sjúkraþjálfara.  Sumstaðar á landinu er bið eftir sjúkraþjálfun og því er gott að skrá sig í þjálfun áður en farið er í aðgerð, þegar viðtað er hvenær aðgerðin verður. Hér er hlekkur í all marga sjúkraþjálfara.

Við þurfum öll á hreyfingu að halda, ekki síst þeir sem farið hafa í liðskiptiaðgerðir. Árangur aðgerða fer mikið eftir því hversu duglegur viðkomandi er að stunda hreyfingu og þjálfa sig.

Líkamsræktarstöðvar bjóða margar hverjar góða þjónustu og aðhald sem gott er að nýta sér.

Mikilvægt að stunda markvissa endurhæfingu hjá sjúkraþjálfara.  Sumstaðar á landinu er bið eftir sjúkraþjálfun og því er gott að skrá sig í þjálfun áður en farið er í aðgerð, þegar viðtað er hvenær aðgerðin verður. Hér er hlekkur í all marga sjúkraþjálfara.

Við þurfum öll á hreyfingu að halda, ekki síst þeir sem farið hafa í liðskiptiaðgerðir. Árangur aðgerða fer mikið eftir því hversu duglegur viðkomandi er að stunda hreyfingu og þjálfa sig.

Líkamsræktarstöðvar bjóða margar hverjar góða þjónustu og aðhald sem gott er að nýta sér.