Ef þú þarft á liðskiptiaðgerð að halda, til dæmis gervi mjaðma- eða hnjálið og hefur hug á að sækja þá þjónustu erlendis í stað þess að bíða mánuðum eða árum saman eftir aðgerð hér á landi þá gætu eftirfarandi upplýsingar komið að  gagni.

 • Þeir sem þurfa að bíða eftir aðgerð í 3 mánuði eða lengur  eiga rétt á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) til að sækja sér viðkomandi heilbrigðisþjónustu erlendis. Greiðsluþátttaka SÍ nær til alls kostnaðar sem tengist aðgerðinni og ferðinni.
 • Það nægir að læknir sem þekkir þitt vandamál meti það svo að þú munir þurfa að bíða lengur en í að minnsta kosti 3 mánuði. Þá getur hann sótt um greiðsluþátttöku til SÍ án tafar. Nafnið þarf í raun ekki að vera á neinum lista, enda mun ekki vera um neinn einn biðlista að ræða.
 • SÍ tekur eingöngu við umsóknum samkvæmt biðtímareglu frá læknum. Gott er að bæklunarlæknir sæki um en ef það tekur marga mánuði að komast að, eins og víða mun raunina,  getur heimilislæknir sótt um.  SÍ kann að óska eftir meiri rökstuðningi ef heimilislæknir sækir um.  Það er því verið matsatriði til hvaða læknis rétt er að snúa sér.  Það skaðar ekki að reyna fyrst það sem manni finnst líklegt að gangi sem hraðast fyrir sig.
 • Læknar sækja um á sérstöku formi sem nálgast má á vef SÍ, sjá hér.  Umsókninni þarf að fylgja sjúkraskýrsla, röntgenmynd og fleira.
 • Ef sækja á þjónustuna til CPH sjúkrahússins þarf eftirfarandi upplýsingar:
  CPH Privathospital, Rådhustorvet 4, 3520 Farum, Denmark.
  Sími: +45 7021 8000, cph-privathospital.dk, netfang: info@cph-privathospital.dk
 • CPH hefur viðmiðunarreglur varðandi sjúklinga sem þau taka í liðskiptiaðgerð. Til að meta heilsu sjúklings þarf CPH eftirfarandi upplýsingar: Sjúkraskýrslu viðkomandi, röntgenmyndir af viðkomandi lið, ekg (hjartalínurit), upplýsingar um BMI og heilsuflokkun.  Ef BMI er yfir 35 þarf læknir CPH að meta viðkomandi út frá gögnunum og CPH tekur ekki við sjúklingum með BMI hærra en 40.  CPH tekur ekki sjúklinga sem eru í hærri heilsuflokki en ASA 2.
 • Gott er að læknirinn sem sækir um til SÍ senda ofangreindar upplýsingarnar beint á sikkermail@cph-privathospital.dk.
 • SÍ fundar á 2ja vikna fresti um umsóknir. Stundum þarf viðbótar gögn og þá getur afgreiðsla dregist en almennt má vænta niðurstöðu eftir 2-3 vikur frá því umsókn er send.
 • Þegar niðurstaðan liggur fyrir setur SÍ hana í svokallað Réttindagátt SÍ, sjá www.sjukra.is.  Þeir sem ekki hafa sett hana upp geta gert það með því að fara inn á sjukra.is, sjá mynd. Þar má setja inn sitt netfang til að fá tölvupósta þegar nýtt skjal kemur í gáttina svo sem niðurstaða SÍ varðandi umsókn um greiðsluþátttöku vegna heilbrigðisþjónustu.
Réttindagátt SÍ
 • Þegar greiðsluloforð SÍ er komið er tímabært að panta í aðgerðina hjá CPH og tilheyrandi þjónustu vegna ferðalagsins.  Fólk sem æskir aðkomu HEI þarf að láta vita á netfangið hei@hei.is.
 • Lágmarks ferðatími eru 5 dagar, en hægt að vera lengur.  Fólk er yfirleitt 1 nótt á hóteli fyrir aðgerðina, 2 nætur á sjúkrahúsinu og svo á hóteli aftur 2 nætur á eftir. Fylgdarfólk gistir á hótelinu allan tímann.

Sjá um verð aðgerða og greiðslutilhögun hér.

HEI leiðbeinir um ferlið, pantar í aðgerð og aðra tengda þjónustu og aðstoðar eftir föngum.  Ekki þarf að greiða HEI sérstaklega fyrir þá þjónustu.