Ef þú þarft á liðskiptiaðgerð að halda, til dæmis gervi mjaðma- eða hnjálið og hefur hug á að sækja þá þjónustu erlendis, gætu eftirfarandi upplýsingar nýst þér:

 • Skilyrði fyrir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við heilbrigðisþjónustu erlendis er að fólk þurfa að bíða eftir aðgerð hér á landi í 3 mánuði eða lengur.  Ljóst er að biðin er lengri en 3 mánuðir, nema að eitthvað sérstakt sé.
 • Greiðsluþátttaka SÍ nær til alls kostnaðar sem tengist aðgerðinni og ferðinni, það er aðgerðinni, hóteli fyrir og eftir, fargjöldum fyrir sjúkling og fylgdarmanneskju.
 • SÍ miðar við að fyrir liggi úrskurður sérfræðings, það er yfirleitt bæklunarlæknis, um að viðkomandi þurfi liðskipti. Það getur verið hvaða starfandi  bæklunarlæknir sem er. 
 • Bæklunarlæknir skrifar í sjúkraskýrslu um niðurstöðu sína. Hún ætti að vera aðgengileg sjúklingi í Heilsuveru, sem og öðrum læknum sem sinna honum.
 • Þegar úrskuður sérfræðings liggur fyrir getur  hann eða heimilislæknar sótt um “siglingarheimild” til SÍ. 
 • Sótt er um greiðsluþátttöku til SÍ á sérstöku formi sem nálgast má á vef SÍ, sjá hér.  Umsókninni þarf að fylgja ofangreind sjúkraskýrsla bæklunarlæknis, röntgenmynd og fleira sem kann að tengjast málinu. Þessar upplýsingar ætti að vera hægt að nálgast á Heilsuveru.
 • CPH sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn hefur viðmiðunarreglur varðandi heilsu sjúklinga sem óska liðskiptiaðgerða. Til að meta heilsu sjúklings þarf CPH eftirfarandi upplýsingar: Sjúkraskýrslu viðkomandi, röntgenmyndir af viðkomandi lið, EKG (hjartalínurit), upplýsingar um BMI (þyngdarstuðul) og heilsuflokkun, sem heimilislæknar þekkja.  Ef BMI er yfir 35 þarf læknir CPH að meta viðkomandi út frá gögnunum og CPH tekur ekki við sjúklingum með BMI hærra en 40.  CPH tekur ekki sjúklinga sem eru í hærri heilsuflokki en ASA 2.
 • Gott er að lækniri, eða sá sem sækir um til SÍ send þessar upplýsingarnar beint á sikkermail@cph-privathospital.dk.
 • SÍ fundar á 2ja vikna fresti um umsóknir. Stundum þarf viðbótar gögn og þá getur afgreiðsla dregist en almennt má vænta niðurstöðu eftir 2-3 vikur frá því umsókn er send.
 • Þegar niðurstaðan liggur fyrir setur SÍ hana í svokallað Réttindagátt SÍ, sjá www.sjukra.is.  Þeir sem ekki hafa fengið aðgang að henni geta það á sjukra.is, sjá mynd. Þar má setja inn sitt netfang til að fá tölvupósta þegar nýtt skjal kemur í gáttina svo sem niðurstaða SÍ varðandi umsókn um greiðsluþátttöku vegna heilbrigðisþjónustu.
Réttindagátt SÍ
 • Þegar greiðsluloforð SÍ er komið er tímabært að panta í aðgerðina hjá CPH og tilheyrandi þjónustu vegna ferðalagsins.  Fólk sem æskir aðkomu HEI þarf að láta vita á netfangið hei@hei.is.
 • Lágmarks ferðatími eru 5 dagar, en hægt að vera lengur.  Fólk er yfirleitt að lágmarki 1 nótt á hóteli fyrir aðgerðina, 2 nætur á sjúkrahúsinu og svo á hóteli aftur 2 nætur á eftir. Fylgdarfólk gistir á hótelinu allan tímann.

Sjá um verð aðgerða og greiðslutilhögun hér.

HEI leiðbeinir um ferlið, pantar í aðgerð og aðra tengda þjónustu og aðstoðar eftir föngum.  Ekki þarf að greiða HEI sérstaklega fyrir þá þjónustu.