FAQ: Algengar spurningar og svör

Ég er að hugsa um að fara í megrunaraðgerð, hver eru mín fyrstu skref ?

Sendu okkur fyrirspurn, sjá hnapp hér á síðunni og sendum þér upplýsingar um næstu skref.

Er öruggt að fara í læknismeðferð til annara landa?

HEI velur til samstarfs vönduð sjúkrahús og heilsustofnanir, sem hafa þjónað þúsundum. Sérfræðiþekking, lækningatæki, tæknibúnaður, aðferðir og hreinlæti/sýkingavarnir eru að minnsta kosti jafn góðar og hér heima. Allar samstarfsstöðvar okkar hafa eigin sjúkratryggingar samkvæmt regluverki viðkomandi lands.

HEI – Medical Travel kappkostar að veita vandaða þjónustu.

  • Við fylgjum Íslenskum neytendalögum.
  • Við veljum til samstarfs vandaðar heilbrigðisstofnanir.
  • Við bjóðum vissa tryggingu vegna fylgikvilla.
  • Í sumum tilvikum bjóðum við upp á hópferðir með “fararstjóra” auk þess sem aðrir Íslendingar eru oft á ferðinni á okkar heilbrigðisstofnunum, sem getur verið til þæginda og stuðnings.

Þarf ég á sérstakan megrunarkúr fyrir aðgerðina?

Ef þú ert að þyngjast eða hefur ekki náð að létta þig fyrir aðgerðina og ert með BMI yfir 40 gæti lifrin þín verið stækkuð “fitulifur”. Fitulifur gerir aðgerðina tæknilega erfiðari vegna þess að það er minna pláss í kviðarholinu og aðgerðin verður þá hættulegri fyrir vikið. Við fitulifur er einnig meiri hætta á blæðingu meðan á aðgerð stendur. Annar mikilvægur þáttur er sá að ef þú nærð að léttast talsvert fyrir aðgerðina, verður þyngdartapið eftir skurðaðgerðina ekki jafn hratt. Þetta er mikill kostur þar sem það getur verið mikið álag fyrir líkamann að léttast mikið á stuttum tíma. Það er mikilvægt fyrir þá sem eru með BMI yfir 40 að létta sig fyrir aðgerðina.

Þú færð nákvæmar leiðbeiningar um æskilegt mataræði fyrir aðgerð og eftir aðgerð, ásamt fleiri leiðbeiningum um annað sem tengist ÞLS.

Hvað gerist ef ég er komin á sjúkrahúsið úti og það kemur í ljós að ég, af einhverjum orsökum, geti ekki farið í aðgerðina?

Ef heilsa þín er í sæmilegu lagi er lítil hætta á að þú komist ekki í aðgerð þegar út er komið.  Þeir sem hafa skjaldkirtilsvanda þurfa að fara í eftirlit hjá viðkomandi (heimilis)lækni nálægt 3 vikum fyrir ÞLS til að tryggja að eðlileg TSH blóðgildi.

Ef það kemur í ljós eftir forrannsóknirnar á spítalanum að þú getir ekki farið í aðgerðina mun HEI-Medical Travel endurgreiða þér heildarfjárhæðina að fullu, að frádreginni „eigin áhættu“ sem útskýrð er sérstaklega.

ATH! Sérstök skilyrði gilda ef skurðlæknirinn kemst að því að þörf er á læknismeðferð á Íslandi fyrir aðgerð og að viðkomandi geti komið síðan þegar þeirri meðferð er lokið.

Er ég tryggð(ur) ef upp koma fylgikvillar í eða eftir aðgerðina?

Allar þær stofnanir sem við erum í samvinnu við eru með eigin tryggingar sem ná til hvers kyns varanlegs skaða sem stafar af læknamistökum. Þessi trygging tekur einnig til allra viðbótar meðferða vegna fylgikvilla sem geta átt sér stað eftir aðgerð meðan á dvölinni erlendis stendur.

Þegar um megrunaraðgerðir er að ræða geta komið upp fylgikvillar til dæmis garnaflækja, gallvandamál og kviðslit.

Hver er munurinn á einstaklingsferð og hópferð?

Í einstaklingsferð ferðu ein(n) eða með fylgdarmannesku með þér.  Það er enskumælandi tengiliður á sjúkrahúsinu. Í hópferðum er íslenskur tengiliður sem þekkir ferilinn sem fólk er að ganga í gegn um og getur leiðbeint fólki og aðstoðað.  Að öðru leyti er þjónustan sú sama.  Í hópferð með “fararstjóra” bætist hóflegt þjónustugjald ofan á verðið.

Má ég taka með mér ferðafélaga og má hann vera með mér á sjúkrahúsinu?

Fyrir þá sem fara í einstaklingsferðir er þægileg að taka með sér ferðafélaga til að aðstoða sig.  Það er misjafnt milli sjúkrahúsa hvort ferðafélagi má dvelja og sofa á sjúkrahúsinu. 

Í hópferð er mælst til þess að fólk sé ekki með ferðafélaga, vegna fjöldans sem þá verður, enda er þörfin fyrir ferðafélaga minni þegar ferðast er í hóp.

Er þörf á eftirfylgd eftir aðgerðina?

Eftir þyngdarlækkandi skurðaðgerð (ÞLS) er eins og ævinlega, mikilvægt að huga vel að næringu, hreyfingu og heilsunni almennt, bæði líkamlegri og andlegri. Hér eru nánari upplýsingar um eftirfylgni.

 

Hvenær þarf að vera búið að fullgreiða ferðina?

Það er misjafnt og verður útskýrt sérstaklega í hverju tilviki.