Hárígærðsla - Algengar spurningar

Er allt hárið rakað af?

Það er yfirleitt gert af því með því að gera það gengur verkið hraðar og það næst betri árangur. 

En hárígræðsla er líka framkvæmd án þess að raka allt hárið af.  Það kostar meira og þarf að gefa sér meiri tíma í það.

Er hægt að flytja hár milli svæða?

Það er hægt að flytja hár t.d. af bringu á höfuð, en sjaldan gert af því það er mikið einfaldara og auðveldara að flytja til á sama höfði.

Hversu mikið af fluttum hárserkjum glatast?

Hver hárserkur er að meðaltali með 2 hár.  Mjög fári hárserkir glatast við flutning, minna en 5%

Geta allir fengið hárígræðslu?

Nei ekki alveg allir.  Sumir hafa of lítið af hárum á gjafasvæði til að nýta í flutning.  Sumir eru með húðsjúkdóma sem gera flutning erfiðan.

Hvaða hár er notað?

Yfirleitt er hár flutt til á sama höfði sama einstaklings.  Með því móti er komist hjá höfnun. Hjá flestum eru svæði sem það miklu af hárserkjum  til dæmis aftan á hnakkanum, sem má grisja án þess að það sjáist.