Aðferðir við hártilflugning
Almennt
Hársekkir eru teknir þar sem nóg er af hári yfirleitt aftan af höfi og plantað þar sem vantar hár vegna hárloss, yfirleitt framar og ofar á höfðin.
Staðdeyfilngu er beitt á gjafa- og viðtökusvæði. Saumar eru óþarfir. Sjáanleg ör verða lítil sem engin.
Passað er að taka ekki of mikið af hári frá gjafasvæði til að svæðið verð ekki of gisið svæði.
LIV spítalinn miðar við að byrja hártiflutning ekki fyrr en í fyrsta lagi við 22 ára aldur. Aðgerðin er algengust á miðjum aldri og auðveldlega má flytja hár jafnvel á 80 til 90 ára.
Konur þjást yfrileitt ekki af hárlosi með sama hætti og karlar. Konur upplifa aðra gerð af hárlosi sem yfirleitt er hægt að stöðva og snúa við í 80-90% tilfella án tilflutnings. Ef aðrar hármeðferðir hjálpa ekki er hægt að flytja hár hjá konum.
Fyrir aðgerðina eru gerðar blóðprufur til að sjá hvort um er að ræða sjúkdóma , yfirleitt á fyrsta degi.
Fyrir þau sem taka stofnfrumumeðferð er byrjað á því og gert degi eða tveimur fyrir hártilflutninginn.
Svæðið sem meðhöndla á er staðdeyft vel.
Þá er byrjað að taka hárserki og færa til.
Ein aðferðin kallast FUE “Folicular Unit Extraction”.
Aðrar kallast SAFÍR enn aðrar DHI.
Safír aðferðin gengur út á að taka hvern hárserk fyrir sig, stinga göt þar sem þeir eiga að koma og setja hárserkina í þau einn af öðrum.
DHI notar sérstakt pennalíkt tæki samt með nál/litlum hníf fremst til að setja hárserkina á sinn stað undir húðinni.
Á milli þess sem hárserkjum er safnað og þeir settir á nýjan stað er sjúklingum boðið upp á hvíld og mat. Mælt er með að fólk matist fyrir aðgerðina.
Þegar tilflutningi er lokið er búið vel um sárin. Eftir það er fyrstu lotu lokið. Þetta tekur venjulega 6-8 klukkustundir.
DHI – Direct Hair Implantation
Hárið er yfirleitt rakað af fyrir aðgerð. Ef sjúklingi þykir það slæmt má ræða það í við lækni í upphafi. Í sumum tilvikum þarf ekki að taka allt hárið af.
Hársekkir eru dregnir úr hársverðinum með sérstöku áhaldi og lagðir til hliðar í næringarvökva þar sem þeir bíða ígæðslu.
Hársekkjunum er síðan stungið niður þar sem hár vantar. Við ísetninguna má stjórna halla og staðsetningu nákvæmlega. Þetta tryggir allt að því 100% náttúrulegt útlit og betri nýtni hárserkja.
Lífslíkur hársekkja eru 90%+ og algert gagnsæi er varðandi fjöldann.
Aðgerðin er framkvæmd af lækni og aðstoðarfólki.
Það tekur lengri tíma að flytja hársekki með þessari aðferð en sumum öðrum en nýtni hársekkja og útlitslegur árangur er góður.
LIV getur flutt allt að 4500 hársekki með DHI meðferðinni á einum degi (um það bil 8 klst).
Á milli þess sem hárserkjum er safnað og þær græddar í er sjúklingum boðið upp á hvíld og mat. Sjúklingum er ráðlagt að fá sér morgunmat fyrir aðgerðina.
Þegar tilflutningi er lokið er búið um sár og eftir það er fyrstu lotu lokið. Þetta tekur venjulega 6-8 klukkustundir.
FUE – Follicular Unit Extraction
Hársekkir eru teknir einn í einu af gjafasvæði með sérstöku áhaldi.
Hársekkjunum er síðan plantað í svæði þar sem hár vantar vegna hárloss. Stundið er gat í hársvörðinn þar sem hárserkur á að koma með sérstakri nál/litlum hníf og hárserkjum síðan raðað í götin með sérstöku áhaldi.
Það er aðeins mismunandi milli sjúklinga hvort aðgerðin DHI eða FUE hentar. Þetta er nokkuð sem læknirinn metur en ræða má við hann í upphafi, áður en byrjað er, að sjálfsögðu.
Helstu kostir aðferðanna:
- Þarf ekki að sauma
- Engin sjáanleg ör
- Staðdeyfing tryggir sársaukalitla aðgerð
- Batatíminn er mjög stuttur
- Sjúklingurinn er tilbúinn út í daginn strax eftir aðgerð
- Eðlilegt, náttúrulegt útlit
- Með sama hætti má græða í yfirvaraskegg, skegg og augabrúnir
- Ekkert tilfinningar tap á gjafasvæðum.
Sjúklingur þarf að dvelja í að minnsta kosti 2 nætur á staðnum í kringum aðgerðina. Unnið er að aðgerðinni, undirbúningi, framkvæmd og umbúðaskipti, í þrjá daga.
Hártilflutnings aðgerðin sjálf tekur 6-8 klst. Ekki er þörf á að fasta fyrir þetta ferli.
Hárflutningurinn er gerður í staðdeyfingu, þú finnur ekki fyrir neinum sársauka.
Sjúklingur ætti ekki að neyta áfengis, kaffis, aspiríns, warfaríns nema í samráði við lækni, ef við á, né vítamíns í þrjá daga fyrir aðgerðina.
Sjúklingur getur snúið til daglegs lífs strax eftir meðferðina.
Hárvöxtur eftir ígræðslu
Ígræddu hársekkirnir vaxa fyrst soldið og detta síðan af á lífsferli sínum. Um sex mánuðum eftir hárígræðsluna í byrjar hárið að vaxa þykkt og þétt á svæðinu með meiri styrk og þéttleika.
7 dögum eftir hárígræðslu hjá körlum sést móta fyrir fyrstu hárunum. Þeir sem eru önnum kafnir geta snúið aftur til skrifstofuvinnu innan tveggja daga eftir aðgerðina og haldið lífi sínu áfram eins og venjulega.
Eftir tvo til þrjá mánuði dettur ígrædda hárið af staðnum og nýtt og þykkara hár byrjar að vaxa. Þetta hár er yfirleitt stabílt og vex eins og venjulegt hár.
Stofnfrumumferð
Það færist í vöxt að fólk láti gera stofnfrumumferðar fyrir hártilflutning, eða sem sér aðgerð. Sjá lýsingu hér.