Einstaklings ferðir 

Í nánast hverri viku fer fólk á vegum HEI í aðgerðir hjá Medical Park og LIV spítölunum. Sumir taka með sér fylgdarmanneskju til stuðnings, aðrir fara einir.

Þau sem vilja vera í slagtogi við aðra geta spurt HEI hvort aðrir eru að fara á sama tíma og þeir hafa áhuga á að fara, og ef gagnkvæmur áhugi er á slagtogi, miðlar HEI gjarnan upplýsingum milli fólks svo það geti haft samskipti sína á milli í ferðinni.

Hópferðir með fararstjóra frá HEI

Icelandair hefur hafið beint flug til Istanbul sem hentar okkur vel. 

Næsta hópferð til Istanbul er í beinu flugi með Icelandiair KEF-IST sunnudaginn 15. febrúar 2026
og heim 8 dögum síðar mánudaginn 23. febrúar.  

Það skiptir ekki máli í hvaða aðgerð fólk er að fara það getur komið í þessa ferð.
Sumir þurfa ekki að vera í heila viku og gætu til dæmis farið heim  á föstudeginum 20. febrúar í beinu flugi.  Aðrir þurfa að vera lengur.

Fararstjóri er Guðjón Sigurbjartsson hjá HEI.
Fararstjóri leitast við að styðja ferðafélaga eftir föngum varðandi ferðalagið, samskipti við spítalann og varðandi  Istanbúl fyrir þau sem hafa áhuga á að kynnast borginni.

Þóknun til HEI fyrir þátttöku í hópferð er 20.000 kr. fyrir hvern „sjúkling“, ókeypis fyrir fylgdarfólk. 

Þeir sem vilja slást með í ferðina bóka flugið á þessum tíma og láta HEI vita með tölvupósti á gudjon@hei.is.

HEI er með samning við Icelandair sem viðskiptavinir mega gjarnan nýta.  Til þess þarf fólk sjálft að afrita þetta DD5FI2CPHEITRA undir „Samningsnúmer fyrirtækis“ aftarlega í bókunarferlinu.