Einstaklings ferðir
Í nánast hverri viku fer fólk í aðgerðir á vegum HEI hjá Medical Park og LIV spítalanum . Sumir taka með sér fylgdarmanneskju til stuðnings, aðrir fara einir.
Þau sem vilja mögulega vera í slagtogi við aðra sem eru að fara á sama tíma geta spurt HEI hvort aðrir eru að fara á þeim tíma og ef svo er og ef gagnkvæmur áhugi er á slagtogi, annast HEI gjarnan milligöngu til að fólk geti eftir atvikum haft samskipti sína á milli í ferðinni.
Hópferðir
HEI býður stundum upp á hópferðir með fararstjóra frá HEI.
Næsta hópferð verður 23. Mars og heimferð 30. mars 2025.
Ferð út
Icelandair til Oslo 23. Mars kl. 7:50. Áfram OSL_IST með Turkish Airlines kl. 14:55. Lending á IST flugvelli í Istanbul kl. 21:00.
Ferð heim
Turkish Airlines frá Istanbul til Brussels IST-BRU 30. Mars kl. 7:40. Áfram til Keflavíkur BRU-KEF með Icelandair 13:50. Lending í Keflavík kl. 15:15.
Sumir þurfa ekki að vera í heila viku og aðrir þurfa að vera lengur. Þau sem treysta sér að ferðast ein þurfa ekki endilega að fara út með sama flugi né heim með sama flugi.
Fararstjóri verður Guðjón Sigurbjartsson hjá HEI. Hann leitast við að styðja ferðafélaga eftir föngum varðandi ferðalagið, samskipti við spítalann og að kynna sér ríka menningu Istanbúl.
Þóknun til HEI fyrir þátttöku í hópferð er 25.000 kr. fyrir „sjúkling“ en ókeypis fyrir fylgdarfólk. Þeir sem vilja slást með í ferðina leitast við að bóka sína ferð á sama tíma og láta HEI vita af áhuga sínum á samfloti með tölvupósti á gudjon@hei.is.
Næstu hópferðir eftir mars verða kynntar síðar.