Aðgerðir á innanverðu læri
Lýtalækningar á innanverðu læri, “læralyfta” er skurðaðgerð sem gengur út á að fjarlægja umfram húð af innanverðu læri.
Yfirleitt er þessi aðgerð gerð á fólki sem hefur léttast mjög mikið og eru með slappa húð á innanverðu læri sem þykir lýti.
Þessi aðgerð gengur út á að fjarlgæja húðina þannig að lærið verði slétt og án aukahúðar. Magn húðar sem þykir rétt að fjarlægja er mismunandi mikið. Vegna þessa og mismunandi gróanda getur lengd og sýnileiki örs verið mismunandi milli sjúklinga.
Menu