Ef þú þarft á liðskiptiaðgerð að halda og sérð fram á langa bið eftir aðgerð hér á landi er möguleiki að fara í aðgerð erlendis með stuttum fyrirvara sér nánast að kostnaðarlausu.

HEI vinnur aðallega með CPH spítalanum í Kaupmannahöfn varðandi liðskiptiaðgerðir. 

Það sem til þarf

  1. Greiðsluloforð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ).
    SÍ greiða almennt fyrir heilbrigðisaðgerð erlendis ef bið eftir aðgerð á Íslandi er 3 mánuðir (biðtímareglan) eða lengri. Þegar biðin er mun lengri hér á landi samþykkir  SÍ allar umsóknir um greiðsluþátttöku, nema að eitthvað sérstakt hamli.

    Greiðsluþátttaka SÍ dekkar aðgerðina sjálfa, fargjöld, gistingu og uppihald í 5 daga fyrir sjúkling og fylgdarmanneskju.

    SÍ óskar eftir að heimilislæknar sæki um greiðsluþátttöku fyrir sjúklinga.

    SÍ fundar á ca. 2ja vikna fresti um umsóknir. Almennt má vænta niðurstöðu eftir 2-3 vikur frá því umsókn er send.

    Þegar niðurstaðan liggur fyrir birtir SÍ hana á mínum síðum á Ísland.is og sendir tilkynningu til sjúklings þar um ef þau hafa þær upplýsingar sem til þarf.  Einnig má fylgjast með hvort loforðið er komið á mínum síðum.  

  2. Heilsuskýrsla (e: Medical Report)
    CPH sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn hefur eins og önnur sjúkrahús, viðmiðunarreglur um grunnheilsu og aldur þeirra sjúklinga sem þau taka til liðskiptia. Til að meta grunnheilsuna þarf CPH heilsuskýrslu (e: Medical Report) um heilsu þeirra sjúklinga.  Hentugt er að sá læknir sem sækir um greiðsluþátttöku til SÍ br. lið 1. geri einnig þessa heilsuskýrslu.
  3. Röntgenmynd af viðkomandi meini
    CPH þarf einnig röntgenmyndir sem sýnameinið.

Senda þarf ofangreindar upplýsingarnar á hei@hei.is áður en hægt er að panta aðgerð hjá CPH. Ef óskað er vegna persónuverndarsjónarmiða að senda gögnin beint á CPH má gera það.  Hafið þá vinsamlegast samráð um það við HEI. 

Að panta tíma í aðgerð

Þegar ofangreind gögn hafa verið send HEI á (eða CPH) er tímabært að panta aðgerðina.  Það gerir HEI fyrir hönd sjúklings.

Þegar CPH hefur úthlutað aðgerðardegi lætur HEI þig vita. Fyrst þá er tímabært að panta flug, gistingu og annað tilheyrandi vegna ferðalagsins. 

Lágmarks ferðatími eru 5 dagar, sem er sá dagafjöldi sem dagpeningar SÍ miðast við.  Hægt að vera lengur á eigin kostnað. Fólk er yfirleitt að lágmarki 1 nótt á hóteli fyrir aðgerðina, 2 nætur á sjúkrahúsinu og svo á hóteli aftur 2 nætur á eftir. Fylgdarfólk gistir á hótelinu allan tímann.

Sjá um verð aðgerða og greiðslutilhögun hér.

Eftir aðgerð

Hjálpartæki
CPH láta fólk hafa hækjur og upphækanir á setur.

Sjúkratryggingar Íslands styrkja einnig öflun hjálpartækja. Heilbrigðisstarfsmaður þarf að sækja um fyrir fólk á island.is. Ef umsókn er samþykkt eru hjálpartæki send heim til fólks.

Sjúkraþjálfun
Eftir að heim er komið er mikilvægt að hefja strax sjúkraþjálfun.  Gott er að panta fyrirfram hjá sjúkraþjálfara, því biðlisti getur verið eftir þeirra þjónustu. 

HEI leiðbeinir um ferlið, pantar í aðgerð og leiðbeinir með tengda þjónustu eftir föngum.  Ekki þarf að greiða HEI sérstaklega fyrir þá þjónustu.