Guðjón Sigurbjartsson

Guðjón Hár

Í mars 2024 fór ég í hárígræðslu eða réttara sagt hártilflutning hjá Medical Park í Tyrklandi. Árangurinn núna 9 mánuðum síðar er mjög góður og löngu orðinn það.

Fyrirfram hélt ég að hárlos mitt væri of mikið til að það þýddi fyrir mig að fara í aðgerð en spurð samt og fékk jákvætt svar.

Aðgerðin sjálf tók rúmlega 9 klst. Fyrst skoðaði læknirinn mig og teiknaði á mig nýja hárlínu þar sem há kollvikin voru, í samráði við mig.

Ég fékk síðan mjög góða deyfingu og þegar hún fór að virka hófu 1-3 starfsmenn að vinnuna. Hlé var gert fyrir hvíld og máltíð en síðan haldið áfram af krafti.

Eftir aðgerðina var búið um „sárið“ og mér ekið heim á hótel. Daginn eftir voru umbúðir fjarlægðar og höfuðuð skolað. Ég fékk nákvæmar leiðbeiningar til að tryggja góðan árangur og var þá tilbúinn fyrir heimferð.

Um 2 vikum eftir aðgerð gekk lífið sinn vanagang. Nú eru liðnir 9 mánuðir og umbreytingin fyrir löngu orðin mikil. Ég fékk ekki bara hárið aftur heldur unglegra útlit og betra sjálfstraust.

Svo virðist sem nánast allt það hár sem var flutt til hafi náð að byrja að vaxa á nýja staðnum. Árangur hefur farið fram úr væntingum mínum og míns fólks.

Reynslan af Medical Park er mjög góð og aðgerðin hagkvæm.

Sigurður Sigurðsson