Hjalti Allan fór í magahjáveituaðgerð í september 2018 sem hann er afar ánægður með. Í mars 2020 hafið Hjalti losnað við 65 kg. Hann fór í "svuntuaðgerð" í nóvember 2019 til að losna við aukahúð sem sat eftir. Hjalti sagði frá reynslunni sinni í þáttum á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Fyrri þátturinn https://youtu.be/jKFS7Uft8BQ Síðari þátturinn https://youtu.be/OUsR03n5nIM
Hjalti Allan Sverrisson
FramkvæmdastjóriFyrir þá sem eru að íhuga aðgerð hjá KCM Clinic - mín reynsla Ég hef núna farið tvisvar í aðgerð á vegum KCM og í bæði skiptin átti ég frábæra reynslu. Fyrri aðgerðin var magaermi og sú seinni FDL svuntuaðgerð. Megin ástæðurnar fyrir að ég valdi KCM voru góðar reynslusögur annarra og verðmunurinn. Mér fannst frábært að hafa fengið akstur innifalinn, sérstaklega eftir aðgerðirnar þar sem maður getur ekkert mikið gengið um. Einnig var allt starfsfólk KCM yndislegt og vildu augljóslega gera upplifun manns sem allra þægilegasta. Rosalega vel séð um mig og ég var sátt með verkjastillinguna. Mercure hótelið er alveg rosalega fínt og bærinn sjálfur einstaklega fallegur. Dr Marta framkvæmdi svuntuaðgerðina mína og hún kom strax fyrir sem gríðarlega traustvekjandi og flott kona og ég fylgist með störfum hennar enn á samfélagsmiðlum. Þegar ég kom heim eftir svuntuaðgerðina opnaðist skurðurinn, sem er víst ekkert alvarlegt, en strax fékk ég beint samband við starfsmann spítalans sem leiðbeindi mér með það og allt gekk rosalega vel. Enn og aftur, rosalega vel séð um mann og allt gert til að allt gangi sem best. Örin eftir báðar aðgerðir líta rosalega vel út í dag og ég gæti ekki verið sáttari við niðurstöðurnar, enda er ég strax farin að huga að annarri aðgerð til að fjarlægja aukahúð á mjöðmum og baki