Svuntuaðgerðir
Svuntuaðgerðir (e: Tummy tuck , Mommy makeover) eru aðgerðir á kvið eða baki sem gengur út á að fjarlægja aukahúð. sem oft verður sýnileg eftir meðgöngu eða mikið þyngdartap.
Yfirleitt er í leiðinni framkvæmt fitusog undan nálægri húð Stundum er þörf á að breyta lögun og stöðu nafla þegar húð er fjarlægð. Hjá sumum er kviðvöðvi slitinn til dæmis eftir barnsburð. Hann má þá yfirleitt laga í leiðinni.
Stór svuntuaðgerð stundum kölluð Fleur de Lis er stærri útgáfa af svuntuaðgerð. Þá er gerður fleigskurður bæði til hliðanna og einnig upp undir brjóstasvæði. Þessi aðferð getur hentað betur en það sem nefnt hefur verið hringsvunta.