KCM sjúkrahúsið gerir magaermi- og aðrar slíka skurðaðgerðir nánast alla laugardaga.  Annan hvern föstudag er ESG, “magaermi gegnum munn” á dagskrá.

Nánast alltaf er hægt að komast að ef pantað er með fyrirvara. Öruggara er áður en flugfar er keypt að fá staðfest hjá HEI að laust sé í aðgerð.

Gott er að vera kominn á hótel í Jelenia Góra 2 dögum fyrir aðgerð og dvelja verður á svæðinu að lágmarki í 2 sólarhringa eftir aðgerð en betra að ætla sér 3-4 daga á svæðinu eftir aðgerð.

Wizz air flýgur beint á milli Reykjavíkur og Wroclow sem er í um 1,5 klst. akstursfjarlægð frá Jelenia Góra.  Bílstjóri KCM sækir fólk á flugvöllinn, ekur á hótel og til baka í lok dvalar sem og eftir þörfum milli hótels og spítala. Gefið er fast hagstætt verð í aksturspakka.

Sumum hentar að fljúga til Berlín eða Warsáw. Þaðan er auðvelt að ferðast til Jelenía Góra.

Hægt er að fara hvenær sem er á eigin vegum og stundum í hópferð, sjá hér neðar.

Velkomið að hafa samband við HEI til að fá ráðgjöf um flug.

Enskumælandi sjúklinga-tengiliður er til staðar hjá KCM.  Gott getur verið að taka fylgdarmanneskju með til aðstoðar, sérstaklega í einstaklingsferðum. 

Gott er að fá staðfestingu hjá HEI fyrir því að tímasetning henti, áður en flugmiði er keyptur.

Hópferðir

Yfirleitt ferðast fólk til KCM án fararstjóra, margir með fylgdarmanneskju.

Magaermi aðgerðir eru vikulega á laugardögum nema þeim sem falla á stórhátíðir og sérstaka frídaga. Þannig er lokað 8. apríl og 23. og 30. desember.

ESG aðgerðir yfirleitt annan hvern föstudag. Nánari upplýsingar hjá HEI.

Næsta hópferð til KCM er í 16. viku m.v. aðgerðir 21. og 22. apríl.

Aukagjald fyrir að vera með í hópferð er 25.000kr. en á móti getur fólk frekar sleppt því að hafa með fylgdarmanneskju.