KCM sjúkrahúsið gerir magaermi- og aðrar slíka skurðaðgerðir nánast alla laugardaga. Annan hvern föstudag er ESG, “magaermi gegnum munn” á dagskrá.
Nánast alltaf er hægt að komast að ef pantað er með fyrirvara. Öruggara er áður en flugfar er keypt að fá staðfest hjá HEI að laust sé í aðgerð.
Gott er að vera kominn á hótel í Jelenia Góra 2 dögum fyrir aðgerð og dvelja verður á svæðinu að lágmarki í 2 sólarhringa eftir aðgerð en betra að ætla sér 3-4 daga á svæðinu eftir aðgerð.
Wizz air flýgur beint á milli Reykjavíkur og Wroclow sem er í um 1,5 klst. akstursfjarlægð frá Jelenia Góra. Bílstjóri KCM sækir fólk á flugvöllinn, ekur á hótel og til baka í lok dvalar sem og eftir þörfum milli hótels og spítala. Gefið er fast hagstætt verð í aksturspakka.
Sumum hentar að fljúga til Berlín eða Warsáw. Þaðan er auðvelt að ferðast til Jelenía Góra.
Hægt er að fara hvenær sem er á eigin vegum og stundum í hópferð, sjá hér neðar.
Velkomið að hafa samband við HEI til að fá ráðgjöf um flug.
Enskumælandi sjúklinga-tengiliður er til staðar hjá KCM. Gott getur verið að taka fylgdarmanneskju með til aðstoðar, sérstaklega í einstaklingsferðum.
Hópferðir
Yfirleitt ferðast fólk til KCM án fararstjóra, margir með fylgdarmanneskju.
Magaermi aðgerðir eru vikulega á laugardögum nema þeim sem falla á stórhátíðir og sérstaka frídaga. Þannig er lokað 8. apríl og 23. og 30. desember.
ESG aðgerðir yfirleitt annan hvern föstudag. Nánari upplýsingar hjá HEI.
Næsta hópferð til KCM er í 16. viku m.v. aðgerðir 21. og 22. apríl.
Aukagjald fyrir að vera með í hópferð er 25.000kr. en á móti getur fólk frekar sleppt því að hafa með fylgdarmanneskju.