İstinye tannlækninga spítalinn í Istanbul

İstinye tannlækninga spítalinn er nýr og magnaður  hluti af MLP CARE heilsustofnana hópnum. Spítalinn er frammúrskarandi flottur og sérhæfir sig í hágæða munn- og tannlæknaþjónustu. Sem klínískur og fræðilegur samstarfsaðili Tannlæknadeildar Istinye Háskólans í Istanbul, sameinar spítalinn vísindalega fagmennsku, nýjustu tækni og einstaklingsmiðaða þjónustu sem til saman færir tannlækningaþjónustu í Tyrklandi og víðar á hárri standard.

Verðin hjá Ístinye eru um 1/4 af samsvarandi verðum á Íslandi og um 30% lægri en í Búdapest. 

Gerum kostnaðaráætlanir út frá röntgenmyndum og öðrum upplýsingum, svo sem fyrir tilteknum fjölda implanta og króna með tilheyrandi vinnu og því sem fylgir.

Sjá verðlista hér.

Þjónusta spítlans

İstinye Dental Hospital býður upp á víðtæka þjónustu allt frá skoðunum til flókinna aðgerða á kjálka- og andlitsbeini, tannígræðslum, fagurfræðilegum meðferðum o.fl. Meðferðir eru framkvæmdar með háþróuðum búnaði og nýjustu aðferðum, sem tryggir öryggi, nákvæmni og þægindi fyrir hvern sjúkling.

Það sem sannarlega aðskilur İstinye Dental Hospital frá öðrum er samþætting vísindarannsókna, klínískrar sérfræðiþekkingar og einstaklingsmiðaðrar þjónustu. Notuð eru nútíma greiningartól eins og 3D myndgreining, stafræn skönnun og tölvustuddar skurðaðgerðir. Þá gilda ströng smitvarnarviðmið í allri umönnun, sem tryggja hreint og sjúklingavænt umhverfi frá upphafi til enda.

İstinye Dental Hospital tekur á móti alþjóðlegum sjúklingum og býður tungumálaþjónustu, ráðgjöf og fullkomna samhæfingu fyrir tannlæknaferðamenn sem leita hágæða meðferða í Tyrklandi. Hvort sem um er að ræða minniháttar viðgerðir eða fulla enduruppbyggingu tanngarða, þá er sjúkrahúsið tilbúið a[ m;ta þörfum allra með klínískri nákvæmni og hlýlegri þjónustu.

Með stuðningi MLP CARE og eldmóði fyrir vísindalegri nýsköpun er İstinye Dental Hospital ekki aðeins tannlækninga klíník – heldur framúr skarandi miðstöð þar sem tækni, þekking, fræðsla og hágæða umönnun sameinast til að skapa fallegt bros og heilbrigðara líf.

Nánari upplýsingar sjá vefsíðu Istinye hér 

Hótel

Við bókum gjarnan góð nálæg hótel fyrir sjúklinga en greiðslan fer beint frá sjúklingi til hótels.  

Sjá frábæra hótelvalkosti hér.

Ferðatilhögun, móttaka og akstur

Gott er að koma á staðinn degi fyrir eða að morgni þess aðgerðadags. Dvalartími þarf að vera frá 3 virkum dögum ef um grunnaðgerðir er að ræða, draga, hreinsun, hvíttun, implönt… upp í 10 daga þegar fólk mætir til að fá margar krónur eða heilbrýr.

Fyrir marga er áhugavert að koma til Istanbul og ekkert því til fyrirstöðu að vera lengur, fyrir eða eftir aðgerð til að skoða og njóta borgarinnar. 

Icelandair hefur hafið beint flug til Istanbul tvisvar í viku og flýgur á hinn nýja IST flugvöll. Þar er samstæðan það er Medical park og LIV spítalarnir með móttökuskrifstofu. Gott er fyrir „sjúklinga“ MP og LIV að leita þangað eftir aksturssþjónustu á spítala eða hótel í borginni eftir atvikum, enda akstur innifalinn í pakkaverðum.

Hafa má með sér fylgdarmanneskju án aukakostnaðar varðandi akstur og þess háttar, nema auðvitað við flugið.

Möguleiki er á að slást í för með öðrum og öðru hverju stendur HEI fyrir hópferðum.

Finna má óbein flug til dæmis með dohop.is og á Google Flights en síðan má kaupa einstakar ferðir beint á vefum þeirra flugfélaga sem koma upp sem góður kostur.