Brjóstastækkun, brjóstapúðar, brjóstaminnkun...

Brjóstastækkun til að stækka og laga lögun brjósta. Algengasta aðferðin er stækkun með brjóstapúðum. Önnur aðferð er stækkun með fituflutningi.

Útfærsla tekur tillit til óska viðkomandi konu.

Eftir tiltekinn árafjölda, fer eftir gerð púða, þarf að endurnýja brjóstapúðana eða fjarlægja þá. 

Stundum eru settir nýir púðar, stundum vill konan frekar láta taka þá og flytja fitu í þau af öðrum svæðum líkamans. 

Hluti fluttu fitunnar hverfur yfirleit, en hluti situr eftir til frambúðar.  

Sumir óska eftir brjóstaminnkun.  Slíkar aðgerðir kalla á vandasama mótun brjóstanna eftir að hluti fitu og húðar hefur verið fjarlægður.