Aðferðir við hárígræðslu

Almennt

Hársekkir eða húð með hársekkjum eru teknir þar sem nóg er af hári yfirleitt aftan af höfi, og plantað þar sem vantar hár vegna hárloss, yfirleitt  framar og ofar á höfðin.  Hægt er að taka hár af bringu og víðar af líkamanum.

Staðdeyfilngu er beitt á gjafa- og viðtökusvæði. Saumar eru óþarfir. Sjáanleg ör verða lítil sem engin.

Varast þarf að taka ekki of mikið af hári frá hverju svæði til að ekki verði eftir of gisið svæði.

Medical Park miðar við að byrja hárígræðslu ekki fyrr en í fyrsta lagi við 22 ára aldur.  Ígræðsla er algengust á miðjum aldri og auðveldlega má flytja hár jafnvel á 80 til 90 ára.

Konur þjást yfrileitt ekki af hárlosi með sama hætti og karlar. Konur upplifa aðra gerð af hárlosi sem yfirleitt er hægt að stöðva og snúa við í 80-90% tilfella án ígræðslu. Ef aðrar hármeðferðir hjálpa ekki er hægt að flytja hár hjá konum.

DHI – Direct Hair Implantation

Hársekkir eru dregnir úr hársverðinum einn í einu með nákvæmu tæki sem er með oddmjórri titanium húðaðri “nál” sem er um í 1 mm í þvermál og tekur því lítið annað en nákvæmlega þann hársekk sem flytja á.

Hársekkjunum er síðan stungið niður þar sem hár vantar. Við ísetninguna má stjórna halla og staðsetningu nákvæmlega. Það tryggir allt að því 100% náttúrulegt útlit og betri nýtni hára.

Lífslíkur hársekkja eru 90%+ og algert gagnsæi hvað varðar fjöldann. 

Aðgerðin er framkvæmd af skurðlækni. 

Það tekur lengri tíma að flytja hársekki með þessari aðferð en hinum en nýtni hársekkja og útlitslegur árangur kann að vera betri.

Medical Park getur flutt allt að 3000-3500 hársekki með DHI meðferðinni á einum degi (um það bil 8 klst).

FUE – Follicular Unit Extraction

Hársekkir eru teknir af gjafasvæði með sérstöku tæki með 0,8 til 1,1 mm breiðum skurðarbita sem er með egg og snýst og losar upp örlitla sneið af húð sem er yfirleitt með 1-3 hársekkjum hver. 

Hársekkjunum er síðan plantað í holur sem gerðar eru þar á höfðinu sem hár vantar vegna hárloss. 

Engin örvefur myndast þó ekki sé saumað.

Flytja má hár af bringu og baki. Það hár lagar sig að eiginleikum hársins á ígræðslustaðnum og fær sama útlit. Þetta er gjarnan gert til að bæta upp fyrir svæðisbundið hárlos.

Með FUE tækninni eru yfirleitt fluttir 1000 til 2.800 skinnbútar með um 2.500 til 7.500 hársekkjum í einni lotu.

Helstu kostir aðferðanna:

  • Þarf ekki að sauma
  • Engin sjáanleg ör
  • Staðdeyfing tryggir sársaukalitla aðgerð
  • Batatíminn er mjög stuttur
  • Sjúklingurinn er strax eftir aðgerð tilbúinn út í daginn
  • Eðlilegt, náttúrulegt útlit
  • Með sama hætti má græða í yfirvaraskegg, skegg og augabrúnir
  • Ekkert tap tilfinningar á gjafasvæðum.

Sjúklingur þarf að dvelja í að minnsta kosti 2 nætur á staðnum í kringum aðgerðina. Unnið er að aðgerðinni, undirbúningi, framkvæmd og umbúðaskipti, í þrjá daga.

Hárígræðsluaðgerðin sjálf tekur 6-8 klst. Ekki er þörf á að fasta fyrir þetta ferli.

Hárflutningurinn er gerður í staðdeyfingu, þú finnur ekki fyrir neinum sársauka.

Sjúklingur ætti ekki að neyta áfengis, kaffis, aspiríns, warfaríns nema í samráði við lækni ef við á né vítamíns í þrjá daga fyrir aðgerðina.

Sjúklingur getur snúið sér til daglegs lífs strax eftir meðferðina.