Hárlos er algengt vandamál sérstaklega hjá körlum sem vill ágerast með árunum. Hárlos kemur fyrst fram sem þynning við hárlínu á enni. Aðal orsakir eru erfðatengdar hjá körlum en frekar hormónatruflanir og sjúkdómar hjá konum. Hárlos á sér margar skýringar.
Það að missa 50 til 100 hársekki á dag er eðlilegt lífeðlisfræðilegt ferli. Þú þarft frekar að hafa áhyggjur ef meira en 100 hársekkir tapast á hverjum degi eða ef nýtt hár er veikbyggt eða þunnt. Eins og allar lifandi verur fæðist hárið okkar, vex og deyr (tapast) að lokum.
Um það bil 90% af hárinu í hársverðinum okkar er á vaxtarstigi. Þetta tímabil varir í 1 til 6 ár. Hár helst í fullvöxnu vaxtarlausu ástandi í nokkur ár og á því tímabili tapast nokkuð af hári. Það er eðlilegt náttúrulegt ferli að allt hár tapast á 3 til 4 árum og nýtt hár vex í staðinn. Árstíðir hafa veruleg áhrif á þetta náttúrulega hárlos.