Medical Park (MP) er keðja nýtímalegra alþjóðlegra sjúkrahúsa í Tyrklandi.  Sjúkrahúsin í Istanbul liggja best við flugi frá Evrópu.

Gagnvart aðgerð er gott að koma út á sunnudegi eða að morgni mánudags.

Á nýja flugvellinum í Istanbul, IST, er Medical Park með móttökuskrifstofu sem skipuleggur ferðina í bæinn.

Bílstjóri á vegum MP sækir fólk á flugvöllinn og ekur eftir þörfum milli flugvallar, hótels og sjúkrahúss.

Fólki býðst að vera 3-4 daga á sjúkrahúsinu eftir þörfum.

Eftir útskrift er yfirleitt farið á hótel í 2-3 daga áður en haldið er heim, en auðvitað má vera lengur.  Það er ráðlegt að gera ráð fyrir minnst viku í ferðina.

Leita má að flugi með leitarvélum til dæmis dohop.is og Google flights.

Afkastageta MP sjúkrahúsanna er mikil og yfirleitt er hægt að komast fljótt að í aðgerðir. Þegar flugmiði hefur verið keyptur þarf að senda hann til HEI sem sendi hann á MP sem staðfestingu á pöntun.

Enskumælandi sjúklingatengiliður MP setur sig í samband við fólk fyrir ferðina út og er í sambandi við fólk og leiðir það í gegnum ferlið.  Þau nota WhatsApp símaappið og óska þess að fólk noti það app.

Gott getur verið að taka fylgdarmanneskju með til aðstoðar, sérstaklega ef tungumálakunnátta er ekki næg. 

Eftir að fólk hefur jafnað sig eftir aðgerðin á hóteli í tilsettan tíma, ekur bílstjóri á vegum MP fólki til baka á flugvöllinn í tíma fyrir flugið heim á leið.