Medical Park (MP) er keðja nýtímalegra alþjóðlegra sjúkrahúsa í Tyrklandi.  Gagnvart flugi frá Evrópu eru sjúkrahúsin í Istanbul og Antalya í suður Tyrklandi aðgengileg.

Gott að koma út 1-2 dögum fyrir aðgerðardag. Fólki býðst yfirleitt að vera 4 daga á sjúkrahúsinu. Eftir útskrift er yfirleitt farið á hótel í 1-2 daga áður en haldið er heim, en auðvitað má vera lengur.  Það er því ráðlegt að gera ráð fyrir minnst viku í ferðina.

Leita má að flugi með leitarvélum til dæmis dohop.is

Áður en flugmiði er keyptur þarf að hafa samráð við HEI varðandi ferðatíma og aðgerðardag. Þegar hann liggur fyrir og flug hefur verið keypt þarf að senda flugmiðann til HEI sem staðfestingu á pöntun.

Bílstjóri á vegum MP sækir fólk á flugvöllinn á tilsettum tíma og ekur eftir þörfum milli flugvallar, hótels og sjúkrahúss.

Enskumælandi sjúklingatengiliður tekur við fólki á MP. 

Gott getur verið að taka fylgdarmanneskju með til aðstoðar, sérstaklega ef tungumálakunnáttu er áfátt.