Hér er átt við fitusog sem framkvæmt er af skurðlækni með sérhönnuðu hljóðbylgjutæki.

Sjúklingur er svæfður og fitusogshausnum stungið undir húðina inn í fituvefina og vökvi og þrístiloft notað ásamt víbringi til að losa um fituna og sjúga hana út.

Ferlið gerir mögulegt að soga út umfram fitu. Í sumum tilvikum má flytja fituna á aðra staði líkamanns, til dæmis í brjóst, ef óskað er.

Notuð eru vönduð sérhönnuð tæki sem gera meðferðina nákvæma og árangurinn betri og ánægjulegri fyrir sjúklinginn.