Frjósemimeðferðir kosta sitt og ef endurtaka þarf meðferðir safnast kostnaðurinn saman og getur orðið mjög verulegur.
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) taka þátt í grieðslum frjósemiaðgerða, hér heima og erlendis samkvæmt lögum og reglugerðum samanber eftirfarandi:
- Reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem veittar eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands nr 1239 / 2018.
- Breyting (1.) á reglugerð nr. 1239 / 2018 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem veittar eru án samnings við SÍ
Frjósemiaðgerðir teljast fyrirfram ákveðnar læknismeðferðir. SÍ taka þátt í að greiða slíkar meðferðir bæði hér heima og erlendis sjá hér:
- Nauðsynleg meðferð sem ekki er í boði á Íslandi
- Ef bið eftir meðferð á Íslandi er lengri en 3 mánuðir á fólk rétt á greiðsluþátttöku SÍ við að sækja meðferð erlendis, sjá hér.
- Heppilegt er að læknir sem þekkir þitt vandamál sæki um fyrir þig.
- Sótt er um á sérstöku formi sem nálgast má á vef SÍ, sjá hér.
- Heimilisfang og aðgrar upplýsingar um EmBIO eru hér.
- SÍ fundar á 4ja vikna fresti um umsóknir.
- Þegar niðurstaðan liggur fyrir setur SÍ hana í svokallað Réttindagátt SÍ, sjá www.sjukra.is. Þeir sem ekki hafa sett hana upp geta gert það með því að fara inn á sjukra.is, sjá mynd. Þar má setja inn sitt netfang til að fá tölvupósta þegar nýtt skjal kemur í gáttina svo sem niðurstaða SÍ varðandi umsókn um greiðsluþátttöku vegna heilbrigðisþjónustu.
Í sumum tilvikum fæst skattaafsláttur vegna heilbrigðisútgjalda sem þessara. Gefa þarf upp kostnaðinn á skattaskýrslum og hafa tiltæk gögn um kostnaðinn til að geta fært sönnur á hann.
Sum stéttarfélög taka þátt í heilbrigðiskostnaði sem þessum. Hver og einn þarf að sækja um greiðsluþátttöku til síns stéttarfélags.

Þegar greiðsluloforð SÍ er komið er tímabært að panta í meðferðina hjá EmBIO og tilheyrandi þjónustu vegna ferðalagsins í samráði og samstarfi við HEI.
HEI leiðbeinir um ferlið, pantar í aðgerð og aðra tengda þjónustu og aðstoðar eftir föngum. Ekki þarf að greiða HEI sérstaklega fyrir þá þjónustu, hún er innifalin í þóknuninni til EmBIO.