Frjósemimeðferðir kosta sitt og ef endurtaka þarf meðferðir safnast kostnaðurinn saman og getur orðið mjög verulegur.

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) taka þátt í grieðslum frjósemiaðgerða, hér heima og erlendis samkvæmt lögum og reglugerðum samanber eftirfarandi:

Frjósemiaðgerðir teljast fyrirfram ákveðnar læknismeðferðir.  SÍ taka þátt í að greiða slíkar meðferðir bæði hér heima og erlendis sjá hér:

  • Nauðsynleg meðferð sem ekki er í boði á Íslandi
  • Ef bið eftir meðferð á Íslandi er lengri en 3 mánuðir á fólk rétt á greiðsluþátttöku SÍ við að sækja meðferð erlendis, sjá hér.
  • Sótt er um á sérstöku formi sem nálgast má á vef SÍ, sjá hér.
  • SÍ fundar á 4 vikna fresti um umsóknir.
  • Þegar niðurstaðan liggur fyrir setur SÍ hana í svokallað Réttindagátt SÍ, sjá www.sjukra.is.  Þeir sem ekki hafa sett hana upp geta gert það með því að fara inn á sjukra.is, sjá mynd. Þar má setja inn sitt netfang til að fá tölvupósta þegar nýtt skjal kemur í gáttina svo sem niðurstaða SÍ varðandi umsókn um greiðsluþátttöku vegna heilbrigðisþjónustu.

Í sumum tilvikum fæst skattaafsláttur vegna heilbrigðisútgjalda sem þessara.  Gefa þarf upp kostnaðinn á skattaskýrslum og hafa tiltæk gögn um kostnaðinn til að geta fært sönnur á hann.

Sum stéttarfélög taka þátt í heilbrigðiskostnaði sem þessum.  Hver og einn þarf að sækja um greiðsluþátttöku til síns stéttarfélags.

Réttindagátt SÍ

Bæði er hægt að sækja um greiðsluþátttöku til SÍ fyrir fram og eftir meðferð.  Ef vafi leikur á um greiðsluþátttöku og mikið liggur við að hún fáist er betra að sækja um og fá niðurstöðuna fyrir fram.

HEI leiðbeinir um ferlið, pantar í aðgerð og aðra tengda þjónustu og aðstoðar eftir föngum.  Ekki þarf að greiða HEI sérstaklega fyrir þá þjónustu, hún er innifalin í þóknuninni til EmBIO.