Greiðslur og endurgreiðslur

Sjúkratryggingarm Íslands taka þátt kostnaði við frjósemimeðferðir erlendis samkvæmt lögum og reglugerðum. 

Sjúkratryggður einstaklingur á rétt á sækja sér heilbrigðisþjónustu þar sem hann kýs sjálfur innan EES svæðisins, en endurgreiðsla er háð ákveðnum skilyrðum.

Megin línan er að Sjúkratryggingar endurgreiða hluta af kostnaði erlendis eins og um væri að ræða heilbrigðisþjónustu hérlendis ef þjónustan er sambærileg við þjónustuna hér á landi.  Frá þessu eru þó ýmsar undantekningar.

Greiðsluþátttaka vegna IVF, tæknifrjóvgunar erlendis er sú sama og hér á landi, samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga en aldrei hærra en sem nemur raunkostnaði. Ef kostnaðurinn úti er hærri en gjaldskrá Sjúkratrygginga fellur umframkostnaður á einstaklinginn.

Sjá einnig hér um fjárhagsaðstoð vegna frjósemivandamála, neðarlega á síðunni.

Engin greiðsluþátttaka er varðandi ferðakostnað né uppihald.

Framvísa þarf greiddum reikningum til Sjúkratrygginga og óska greiðsluþátttöku.

Hægt er að kynna sér reglur Sjúkratrygginga Íslands nánar á island.is og hjá Sjúkratryggingum.

Í sumum tilvikum fæst skattaafsláttur vegna heilbrigðisútgjalda sem þessara.  Þá þarf að gefa upp kostnaðinn í skattaskýrslum og hafa tiltæk gögn um kostnaðinn til að geta fært sönnur á hann.

Sum stéttarfélög taka þátt í heilbrigðiskostnaði félaga.  Hver og einn þarf að sækja um greiðsluþátttöku til síns stéttarfélags.

Ferlið:
1. Þegar þú/þið hafið ákveðið að fara útí meðferð þá bendum við ykkur á að senda tölvupóst á international@sjukra.is og láta þau vita.
2. Haldið eftir öllum kvittunum, fyrir lyf, flug og öðrum viðeigandi kostnaði til að senda með þegar þið sækið svo um endurgreiðsluna.
3. Eftir meðferðina óskið þið eftir læknabréfi frá UR Vistahermosa á ensku sem þeir kannast við og gera fyrir ykkur sem þarf svo að fara með umsókninni.
4. Þið óskið eftir öllum reikningum frá UR Vistahermosa á ensku.
5. Þegar öll gögn eru komin oftast eftir að meðferðinni er lokið eða er að ljúka fylliði út þetta eyðublað hér
6. Þegar þið hafið fyllt út eyðublaðið og hafið öll gögn tilbúin þá sendiði gögnin ásamt umsókninni á international@sjukra.is

Gögnin sem þau þurfa með umsókninni eru:
– Umsókn um endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaði (útfyllt eyðublað).
– Sundurliðaður, númeraður viðurkenndur reikningur úr bókhaldskerfi þjónustuaðila (reikningar frá UR Vistahermosa.)
– Læknabréf (á sérstaklega við þegar um innlagnir er að ræða, en það er lítið mál að hafa það með).
– Flugmiðar – fram og til baka sem staðfesta tímabundna dvöl.
– Afrit af lyfjakostnaði erlendis (hægt að skanna inn eða senda screenshot af kvittunum úr apótekum).

Þegar þið hafið fyllt út eyðublaðið og hafið öll gögn tilbúin þá sendiði gögnin ásamt umsókninni á international@sjukra.is

HEI leiðbeinir um ferlið, pantar í aðgerð og aðra tengda þjónustu og aðstoðar eftir föngum.  Ekki þarf að greiða HEI fyrir þá þjónustu.