Hárígræðaslupakkar Medical Park

MEDICAL PARK sjúkrahúsakeðjan í Tyrklandi býður hárígræðslupakka  það er ígærðsluna sjálfa, akstur til og frá flugvelli, hóteli og sjúkrahúsi og hótel í tvær nætur. 

Aðferðir sem sjúkrahúsin nota eru vel þekktar, hátæknilegar eru mikið notaðar víða um heim.  Þær eiga margt sameiginlegt en annað er mismunandi. Mikilvægt er að kynna sér vel kosti og galla aðferðanna, sjá nánari lýsingu hér.

Í byrjun meðferðar á spítlanum er viðtal við reyndan læknir sem metur ástand sjúklings, þarfir og óskir. Læknirinn mælir svo með þeirri hárígræðsluaðferð sem hann telur henta, í samráði við sjúkling, en það er sjúklings að ákveða. 

Einnig er lagt mat á hversu marga hársekki þurfi að flytja til að ná væntum árangir og hvaðan best er að flytja þá. 

Í undantekningar tilvikum kemur í ljós að þörf er á framhaldsmeðferð. 

Verð hárígræðslupakka

Verð pakkanna er í Euro, sjá gengi til dæmis á heimasíðu banka. 
Lýsing aðferðanna er hér til hliðar. Verð miðast við tiltekið magn ígræðslna.

Mikið frávik kann að leiða til lækkunar eða hækkunar.  Þetta er almennt metið fyrirfram út frá myndum af höfði viðkomandi, áður en gengið er frá pöntun.

Meðferðarpakki innifelur:

 • Hárígræðslu, það er tilflutning hársekkja af svæði þar sem nægt hár er og á svæði þar sem vantar hár.
 • Hótel í 2 nætur
 • Akstur milli flugvallar, hótels og sjúkrahúss
 • PRP-meðferð fyrir hársvörðinn -Platelet-rich Plasma / Blóðflögurík plasmameðferð
 • Lyf
 • Sárameðferð, umbúðir
 • Sturta eftir aðgerð á sjúkrahúsinu
 • Túlkþjónusta

Pakkinn innifelur ekki:

 • Lyf og meðferð við undirliggjandi sjúkdómum sem eru óviðkomandi meðferðinni
 • Uppgefin verðskrá sjúkrahússins gildir fyrir viðbótarþjónustu eða atriði sem ekki eru hluti af pakkanum, ef til kemur.
 • Flug til að frá Tyrklandi.