Hárígræðsla

Hárlos er algengt vandamál sérstaklega hjá körlum sem vill ágerast með árunum. Hárlos kemur fyrst fram sem þynning við hárlínu á enni. Aðal orsakir eru erfðatengdar hjá körlum en  frekar hormónatruflanir og sjúkdómar hjá konum.  Hárlos á sér margar skýringar.

Það að missa 50 til 100 hársekki á dag er eðlilegt lífeðlisfræðilegt ferli. Þú þarft frekar að hafa áhyggjur ef meira en 100 hársekkir tapast á hverjum degi eða ef nýtt hár er veikbyggt eða þunnt. Eins og allar lifandi verur fæðist hárið okkar, vex og deyr (tapast) að lokum.

Um það bil 90% af hárinu í hársverðinum okkar er á vaxtarstigi. Þetta tímabil varir í 1 til 6 ár. Hár helst í fullvöxnu vaxtarlausu ástandi í nokkur ár og á því tímabili tapast nokkuð af hári. Það er eðlilegt náttúrulegt ferli að allt hár tapast á 3 til 4 árum og nýtt hár vex í staðinn. Árstíðir hafa veruleg áhrif á þetta náttúrulega hárlos.

Hárígræðsla

Hvað er hárígræðsla?

Hárígræðsla eða hárflutningur er það að færa til hárrót yfirleitt frá þéttvöxnu  svæði aftan á höfði milli eyrna, þar sem nóg er af hári og að planta því á svæði framar og ofan á höfði, þar sem hárlos hefur átt sér stað. 

Hárígræðsluaðferðir

Medical Park beitir háþróuðum aðferðum við hárígræðslu. 

Meðal helstu aðferða er að færa einstaka hársekki af svæði sem hefur nóg hár á svæði sem vantar hár.  Önnur aðferð er að færa skinnbút með nokkrum hárum í.

Ákvörðun um hvaða aðgerð er notuð er yfrileitt tekin af sjúklingi og lækni í sameiningu eftir skoðun og ráðgjöf læknis. 

Sjá nánari lýsingu hér.

Hárígræðslupakkar

Við bjóðum í samstarfi við Medical Park pakkaverð í hárígærðslu, sem innifelur einnig akstur og hótel. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar.

Ferð Sigurðar Sigurðssonar í hárígræðslu hjá Medical Park.

Lýsing á ferlinu og hvernig það gengur fyrir sig

Hér er dæmi um almennta áætlun fyrir hárígræðslumeðferð.

Við viljum taka fram að það þarf að lágmarki 2 heila daga í hárígræðslu ferlið.

Þegar þú kemur til Tyrklands mun bílsjótri sækja þig á flugvöllinn og fara með þig á hótelið. Aksturinn er innifalinn án aukagreiðslu. Tengiliður mun upplýsa þig um dag og tíma fyrir aðgerðina og hvenær þú verður sóttur/sótt á hótelið.

1. dagur: Akstur frá hóteli á spítala – Aðgerð – Akstur á hótel: Það verður náð í þig á hótelið á tilsettum tíma og ekið með þvg á spítalann til móts við hárígræðslu lækninn okkar.  Líkamsrannsókn og nauðsynlegar blóðprufur. Mælt er með því að þú fáir þér morgunverð fyrir hárígræðsluna (þú getur gert það á hótelinu eða frítt á spítalanum). Eftir mat blóðprufu og líkamsskoðun, byrjar hárígræðsluferlið með staðdeyfingu og svo aðgerð. Eftir það er þér ekið á hótelið og þú upplýst/-ur um áætlun fyrir næsta dag.

2. dagur: Sáraumbúðir og skoðun: Þú færð nauðsynleg lyf og upplýsingar um hvers má vænta á tímabilinu eftir ígræðslu.

3. dagur: Hárþvottur og akstur á flugvöll.

Athugaðu að þessi áætlun gæti breyst eftir komu og brottfarar tíma þínum.

Þú getur að sjálfsögðu verið fleiri daga á svæðinu ef þú vilt á eigin vegum, þess vegna á sama hóteli áfram.

Aðvaranir fyrir hárígræðslu

Nokkur ráð fyrir þig varðandi aðgerðina, vinsamlegast taktu eftir:

  • Ekki þvo hárið kvöldið eða morguninn fyrir aðgerð.
  • Ekki klippa þig stuttu fyrir aðgerð. Við gerum það.
  • Fáðu þér að borða fyrir komu.
  • Vinsamlegast mættu fyrir bókaðan tíma.  Gerðu ráð fyrir að verja deginum með okkur.  Við útvegum þér það sem þú þarft yfir daginn.
  • Vertu í þægilegum fötum og skyrtu sem er hneppt að framan. Ekki vera í bol né öðrum klæðnaði þarf að toga yfir höfuð.