Magaermi er algengasta þyngdarlækkandi skurðaðgerðin.
Hún er minna inngrip í líkamann en hjáveituaðgerð og líkur á meltingartruflunum minni. Ermin hentar best:
- Einstaklingum með BMI yfir 32.
- Ungum konum í yfirvigt sem gætu viljað eignast börn síðar.
- Einstaklingum með alvarlega samgróninga (peritoneal) eftir aðgerðir á kviði.
- Einstaklingum sem óska þess að léttast án þess að gera stórar breytingar á meltingarveginum.
Aðgerðin felur í sér að minnka magann um nálægt 2/3. Ekki er hreyft við þörmunum eins og gert er í hjáveituaðgerð. Eftir aðgerðina kemst minna í magann, maður finnur fyrr fyrir seddu og matarlystin minnkar.
Maturinn fer einnig hraðar niður í þarmana. Þetta hefur áhrif á hormónin í þörmum, sem hefur meðal annars áhrif á sykursýki í hagstæða átt. Það svæði magans sem framleiðir sultarhormónið Ghrelin er fjarlægt að mestu, sem stuðlar að minni matarlyst.