Magablaðra

Magablaðra er leið til að meðhöndla offitu án skurðaðgerðar. Aðferðin felst í því að setja blöðru í magann og fylla hana með vökva.

Hugmyndin er að blaðran verði til þess að sjúklingurinn neyti minna af mat eftir aðgerðina. Blaðran dregur úr hungurtilfinningu með því að þrýsta á magavegginn.  Minnkað matarmagn veldur þyngdartapi.

KCM Clinic notar blöðrur frá ORBERA sem er leiðandi framleiðandi og býður 6 og 12 mánaða blöðrur.

Megintilgangur þess að fá sér magablöðru er að draga úr hungurtilfinningu. Blaðran er fyllt með vökva og gefur stöðuga mettunartilfinningu. Fyrir vikið borðar sjúklingurinn færri máltíðir sem leiðir til þyngdartaps smám saman.

Eftir að magablöðrunni hefur verið komið fyrir er engin hætta á að hún skemmist. Sjúklingar geta venjulega haldið sínu striki í lífinu, æft, hlaupið, hjólað…

Meðalþyngdartap er 15 til 20 kg, en meiri eða minni þyngdarlækkun fer eftir lífsvenjum sjúklings og mataræði.

Sjá video hér