Magaermi – Gastric Sleeve

Magaermi er minna inngrip í líkamann en hjáveituaðgerðir. Ermin hentar best:

  • Einstaklingum með BMI yfir 32.
  • Ungum konum í yfirvigt sem hafa hug á að verða þungaðar eftir aðgerðina.
  • Einstaklingum með alvarlega samgróninga (peritoneal) eftir aðgerðir á kviði.
  • Einstaklingum sem óska þess að léttast án þess að gera stórar breytingar á meltingarveginum.

Aðgerðin felur í sér að minnka magann um nálægt 2/3.  Ekki er hreyft við þörmunum eins og gert er í hjáveituaðgerð. Eftir aðgerðina kemst minna í magann,  maður finnur fyrr fyrir seddu og matarlystin minnkar.

Maturinn fer einnig hraðar niður í þarmana. Þetta hefur áhrif á hormónin í þörmum, sem hefur meðal annars áhrif á sykursýki í hagstæða átt. Það svæði magans sem framleiðir sultarhormónið Ghrelin er fjarlægt að mestu, sem stuðlar að minni matarlyst.

Horfa á myndband hér

Hjáveita

Þessi aðgerð hentar best þeim sem eru offitu á háu stigi. Hjáveitan hentar best :

  • Einstaklingum með BMI frá 33 til 52
  • Einstaklingum með sykursýki II

Hjáveituaðgerðir eru tvenns konar, það er mini hjáveita (Mini-Gastric Bypass) og venjuleg hjáveita (Gastric Bypass).  Sjá lýsingu hér á eftir.

– Mini hjáveita (e: Mini-Gastric Bypass)

Helsti munurinn á venjulegri hjáveitu og míní hjáveitu sést með því að bera saman þessar tvær skýringarmyndir.

Míní hjáveitan er bara með ein samskeyti (anastamose) en í venjulegri Roux-en-Y hjáveitu eru tvö samskeyti, efri og neðri.  Þetta þýðir líka að skemmri tíma tekur að framkvæma míní hjáveitu en venjulega hjáveitu og að fræðilega eru minni líkur á fylgikvillum.

Rannsóknir sýna að þyngdartap og heilsufarsleg jákvæð áhrif eftir míní hjáveitu eru í stórum dráttum þau sömu og fyrir venjulega hjáveitu.

 

Mini hjáveitan og ókostir vegna bakflæðis

Eru einhverjir gallar við míní hjáveituna?

Eitt vandamál við míní hjáveitu er að magasekkurinn er lítill og liggur nálægt straumi meltingarsafans. Þetta getur valdið rofi, bólgu og sáramyndun. Það verður að segjast að í flestum nýjum rannsóknum er þetta ekki tilgreint sem mikið vandamál , en ef þetta gerist getur verið erfitt að meðhöndla það.

Er frekar mælt með míní hjáveitu í stað venjulegu hjáveitunnar?

Í dag er stutta svarið; sennilega ekki. Míní hjáveitan er fljótlegri aðgerð af því hún er minna inngrip, en hjá reyndum skurðlæknum er tímamunurinn í raun ekki svo mikill. Það eru nokkrar bráðabirgðaniðurstöður sem benda til þess að færri fylgikvillar fylgi míní hjáveitunni. Skammtímaþyngdartap er svo til það sama við báðar aðgerðir. Niðurstöður til lengri tíma litið eru ekki til staðar ennþá.

– Venjuleg hjáveita (e: Gastric Bypass)

Magahjáveita er mest notuð þegar um sjúklega ofþyngd er að ræða það er fyrir fólk með BMI á bilinu 35 til 52. Í magahjáveitu er 95% af maganum aftengt. Þannig er aðeins 5% af maganum sem tekur á móti fæðu. Þetta veldur því að einstaklingurinn getur einungis borðað lítið í einu. Á fyrstu mánuðunum eftir hjáveituaðgerðina stækkar magasekkurinn aðeins, en hann verður aldrei eins stór og upprunalega.

Fæðuinntaka stjórnast sjálfkrafa þar sem maður finnur fyrir ónotum í maganum ef maður borðar of mikið í einu. Í magahjáveitu er fyrsti þriðjungur af mjógirninu einnig aftengdur þannig að meltingin fer einungis fram í neðri 2/3 hluta mjógirnisins. Ef þú borðar of mikið af fituríkum (orkuríkum) mat, munu þarmarnir aðeins taka upp hluta af fitunni í matnum, sem getur valdið  lausum hægðum. Þegar maginn hefur verið minnkaður verða breytingar á bæði tauga- og hormónastýringarkerfinu sem stjórnar meltingunni. Þetta veldur því að flestir missa að mestu hungurtilfinninguna og löngunina til að borða of mikið.