Hér á landi njóta lífeyrisþegar kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga innan EES sjá um rammasamning við tannlækna hér og gjaldskrá hér.

Sjúkratryggðir einstaklingar geta sótt sér þjónustuna innan EES og notið sömu kostnaðarþátttöku og hér á landi vegna sömu/sambærilegra verka.

Endurgreitt er 50% af einstökum gjaldskrárliðum. Aðrir liðir eru í formi styrkja. Til dæmis er varðandi krónur og tannplanta/implant hámarksstyrkir 60 þúsund kr. á ári, séu tvær eða fleiri krónur/implönt.

Reikningarnir þurfa að vera sundurliðaðir úr bókhaldskerfi þjónustuaðila (má vera á ensku). Þar þarf að koma fram hvað var framkvæmt, dagsetningar verka, hvaða tennur var átt við (númer þeirra) og eftir atvikum númer flata (sé um viðgerð að ræða). Einnig þarf röntgenmyndir í sumum tilvikum.

Skila þarf inn umsóknum um endurgreiðsulr ásamt greiðslustaðfestingum og reikningum á netfangið international@sjukra.is eða til Sjúkratrygginga Íslands, b.t. Alþjóðadeildar, Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík.

Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í ferða- og uppihaldskostnaði.

Öryrkjar og ellilífeyrisþegar þurfa ekki að sækja um fyrirfram nema þeir sem eru langsjúkir og dveljast á hjúkrunarheimilinum eða sambærilegum stofnunum. Þá eiga þeir rétt á 100% endurgreiðslu ef þeir fylla upp ákveðin skilyrði um dvöl á slíkum heimilum og 80.000 kr. styrk upp í tannplanta/implant og krónugerð.

Almenningur getur sótt um fyrirfram samþykki um endurgreiðslu í samráði við tannlækni ef um nauðsynlegar tannlækningar vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma er að ræða.

Greiðsla SÍ fyrir aldraða og öryrkja