Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í tannlæknakostnaði lífeyrisþega og barna upp að 18 ára aldri, sjá hér. Kostnaðarþátttakan er sú sama hvar sem þjónustan er framkvæmd á EES svæðinu.

Endurgreitt er 63% af almennum tannviðgerðum. Hámark er á ýmsu svo sem árlegum styrkjum vegna tannkróna og tannplanta/implanta.

Reikningar þjónustuveitanda mega vera á Íslensku og Ensku. Þeir þurfa að tiltaka hvað var framkvæmt, dagsetningar verka, númer tanna sem átt var við og eftir atvikum heiti tannflatar.

Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í ferða- og uppihaldskostnaði en það þarf að senda þeim afrit af viðkomandi flugmiða með umsókn um endurgreiðslu tannlæknakostnaðar erlendis.

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið tannmal@sjukra.is einnig er hægt að hringja í síma 515 0005.

Sækja má fyrir fram um endurgreiðslu í samráði við tannlækni ef um nauðsynlegar tannlækningar vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma er að ræða og þá getur endurgreiðslan stundum orðið hærri en almennt.

Sækja má um greiðsluþátttöku Sjúkratryggingja hér.

Sjá nánar á island.is

Stéttarfélög taka einnig flest þátt í kostnaði félaga við heilbrigðisþjónustu.  Algengt er að hámark þátttöku sé um 200 þús. kr. á ári. Sækja má um á vefsíðum viðkomandi stéttarfélaga.