Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í tannlæknakostnaði lífeyrisþega og barna upp að 18 ára aldri, sjá hér. Kostnaðarþátttakan er sambærileg hvort sem þjónustan er fengin á Íslandi eða annars staðar á EES svæðinu.
Dæmi
Fyrir almennar tannviðgerðir þar á meðal hefðbundið heilgómasett greiða Sjúkratryggingar 69% af gjaldskrá SÍ.
“Sjúkratryggingar greiða ekki smíði króna á implanta/tannplanta í tannlausan góm. Þess í stað greiða Sjúkratryggingar kostnað við heilgóm á tannplanta. Sértu að fá heilgóma, þá greiða Sjúkratryggingar helming kostnaðar við tvo tannplanta í neðri góm og allt að fjóra í efri góm til stuðnings heilgómum”.
Hámark er á ýmsum árlegum styrkjum svo sem fjölda króna og fjölda implanta/tannplanta.
Reikningar
Fólk þarf að leggja út fyrir tannlæknaþjónustu sem það fær erlendis og sækja svo um endurgreiðslu til SÍ.
Reikningar þjónustuveitanda mega vera hvort sem er á Íslensku eða Ensku. Þeir þurfa að tiltaka hvað var framkvæmt, dagsetningar verka, númer tanna sem átt var við og eftir atvikum heiti tannflatar.
Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í ferða- og uppihaldskostnaði en senda þarf afrit af viðkomandi flugmiða með umsókn um endurgreiðslu tannlæknakostnaðar erlendis.
Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið tannmal@sjukra.is einnig er hægt að hringja í síma 515 0005.
Sækja má fyrir fram um endurgreiðslu í samráði við tannlækni ef um nauðsynlegar tannlækningar vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma er að ræða og þá getur endurgreiðslan stundum orðið hærri en almennt.
Sjá nánar á island.is
Stéttarfélög taka einnig flest þátt í kostnaði félaga við heilbrigðisþjónustu. Algengt er að hámark þátttöku sé um 200 þús. kr. á ári. Sækja má um á vefsíðum viðkomandi stéttarfélaga.