Hentar þyngdarlækkandi skurðaðgerð fyrir mig?

Ef þú hefur áhyggjur af þyngd þinni og ert að íhuga þyngdar lækkandi aðgerð (ÞLA) ættir þú að velta fyrir þér hvort þú ert búin(n) að reyna nægilega vel að ná árangri með bættu mataræði og aukinni hreyfingu.

Ef þú telur svo vera og að þú munir ekki ná lengra með þeim hætti gæti ÞLA hentað þér.

ÞLA hentar bara fólki sem er of þungt miðað við hæð. Það er metið með líkamsþyngdar stuðli, e: Body Mass Index (BMI). 

BMI er notaður til að meta þyngd fólks miðað við hæð og fleira, og hvort um of- eða vanþyngd er að ræða.

Hlekkur í BMI reiknivél

  • BMI < 18,5 Of létt(ur)
  • BMI = 18,5-24,9 Eðlileg þyngd
  • BMI = 25,0-29,9 Of þung(ur)
  • BMI> 30,0 Offita

Þetta eru aðeins viðmiðunarreglur. Læknir þarf að meta hvern sjúklings með hliðsjón af heilsufarsástandi og sögu um þyngdarvandamál áður en skurðaðgerð er ákveðin.

Spítalar taka fólk með undir 30 í BMI er yfirleitt ekki í ÞLA, nema eitthvað sérstakt réttlæti það.

Sjá nánar á Vísindavefnum hér.