Verð þyngdarlækkandi aðgerða hjá KCM sjúrkahúsinu

Verð í Evrum (EUR) og það sem er innifalið.

Sjá má gengi EUR á heimasíðum bankanna.

Hvað innihalda pakkarnir?

KCM sjúkrahúsið leggur höfuð áherslu á að veita sjúklingum heilbrigðisþjónustu í hæsta gæðaflokki. Þjónustupakkarnir hafa verið í þróun í yfir 10 ár og innihalda  meðal annars ítarlegar prófanir, mat og ráðgjöf sem og aðgerðirnar sjálfar. 

Pakkarnir innifela

  • Mat KCM sjúkrahússins á því hvort heilsa leyfi aðgerð
  • Ítarlegar forrannsóknir 
  • Háþróaðar aðgerðir, sumar með magaspeglun og aðrar einnig með kviðsjá og tilheyrandi hátæknibúnaði m.a. frá J&J
  • Lekapróf eftir aðgerð
  • Ráðgjöf fyrir og eftir aðgerð
  • Einn til þrír dagar á KCM sjúkrahúsinu eftir þörfum og hvaða aðgerð um er að ræða, ásamt tilheyrandi aðhlynningu
  • Enskumælandi tengiliður leiðir fólk um ferlið

Pakkarnir innfela ekki:

  • Ferðakostnaður. Flestir fljúga með Wizz air til og frá Wroclaw, stundum með millilendingu í Varsjá. Play fljúga til Berlínar og þaðan má ferðast til Wroclaw til dæmis með lest – ISK 20 til 40.000kr.
  • Akstur til og frá Wroclaw flugvelli, hóteli og sjúkrahúsi – € 190
  • 3*hótel fyrir og eftir aðgerð – €65/dag (tvöfalt €80/dag).  Ekki þarf hótel á meðan dvalið er á sjúkrahúsinu, nema ef fylgdarmanneskja er með. Margir taka viku í ferðina en yfirleitt er hægt að vera færri daga.
  • Ráðlagður lyfjapakki eftir aðgerð, um ISK 10.000.
  • Veitingar utan sjúkrahússins.
  • Ef um hópferð er að ræða með íslenskum fararstjóra kostar það aukalega, nú ISK 20.000.

Greiðslur og dreifing

Sjá upplýsingar á greiðslusíðu.