Gott er að vera kominn á hótel í Jelenia Góra 2-3 dögum fyrir aðgerð. KCM sjúkrahúsið gerir þyngdarlækkandi skurðaðgerðir (ÞLS) yfirleitt á laugardögum en stundum er bætt við aðgerðadögum. Dvelja verður á svæðinu að lágmarki í 2 sólarhringa eftir aðgerð en gott að vera lengur, eða í 3-4 daga.
Dagskrá
Ferða- dagur | Aðgerðar- dagur | Heimferðar- dagur | Til athugunar |
---|---|---|---|
8.1. | 9.1. | 14.1. | Venjuleg ferð |
13.1. | 16.1. | 20.1. | Venjuleg ferð |
20.1. | 23.1. | 27.1. | Venjuleg ferð |
27.1. | 30.1. | 3.2. | Venjuleg ferð |
3.2. | 6.2. | 10.2. | Venjuleg ferð |
10.2. | 13.2. | 17.2. | Venjuleg ferð |
17.2. | 20.2. | 24.2. | Venjuleg ferð |
Ferðir eru vikulega, aðgerðir yfirleitt á laugardögum, nema á stórhátíðum.
Heppilegt er að fara héðan á miðvikudögum. Rannsóknir fyrir aðgerð eru þá á fimmtudögum, föstudögum, en hægt að gera þær á styttri tíma. Aðgerðir eru yfirleitt á laugardögum. Síðan eru 2 nætur á sjúkrahúsi. Komin aftur á hótelið á mánudegi, þriðjudegi og heim á miðvikudegi.
Hægt er að hnika ferðadögum til um 1-2 daga í hvorn enda í samráði við HEI.
Vegna Covid eru færri að fara og ekki boðið upp á hópferir með fararstjóra.