Gott er að vera kominn á hótel í Jelenia Góra 2-3 dögum fyrir aðgerð. KCM sjúkrahúsið gerir þyngdarlækkandi skurðaðgerðir (ÞLS) yfirleitt á laugardögum en stundum er bætt við aðgerðadögum. Dvelja verður á svæðinu að lágmarki í 2 sólarhringa eftir aðgerð en gott að vera lengur, eða í 3-4 daga.

Sumarið 2021 er heppilegt að taka beint flug með Smartwings milli Keflavíkur og Prag (REY-PRG) á fimmtudögum og heim aftur viku síðar, sjá heimasíðu flugfélagsins.
 
Bílstjóri KCM sækir fólk á flugvöllinn, ekur á hótel og til baka í lok dvalar.
 
 
Fólk getur farið í viku hverri á eigin vegum eða tekekið þátt í hópferð sem HEI skipuleggur, sjá hér neðar.
 
Enskumælandi sjúklinga-tengiliður er ætið til staðar hjá KCM og leiðir fólk gegnum ferlið. Í hópferð bæsti íslenskur fararstjóri við og leiðbeinir fólki gegnum ferlið.  
 
Í einstaklingsferð er upplagt að taka fylgdarmanneskju með til aðstoðar.
Það þarf síður í hópferð, en má ef fólk vill.  Hér á eftir er dagskrá hópferða næstu mánuði.  Hópferðum verður bætt við eftir þörfum.

Gott er að fá staðfestingu hjá HEI fyrir því að ekki sé fullbókað áður en flugmiði er keyptur.
Dags.VikudagurFerð
15.7.2021FimmtudagurHópferð
12.8.2021FimmtudagurHópferð
9.9.2021FimmtudagurHópferð