Gott er að vera kominn á hótel í Jelenia Góra 2-3 dögum fyrir aðgerð. KCM sjúkrahúsið gerir þyngdarlækkandi skurðaðgerðir (ÞLS) yfirleitt á laugardögum en stundum er bætt við aðgerðadögum. Dvelja verður á svæðinu að lágmarki í 2 sólarhringa eftir aðgerð en gott að vera lengur, eða í 3-4 daga.

 
Þær vikur sem aðgerðir eru á laugardögum er heppilegt að fara út á miðvikudögum og heim viku síðar.  Ef aðgerðir eru á miðvikudögum er heppilegt að fara út á laugardegi eða mánudegi.  Undanfarin ár hefur Wizz air flogið milli Keflavíkur og Wroclaw (REY-WRO), tvö til þrjú flug í viku.
Vegna Covid hefur Wizz air þurft að fella niður mörg fluganna en þá hefur verið hægt að fara gegnum Varsjá (Warsáw).
 
Aðgerðir eru vikulega yfirleitt á laugardögum.   Í venjulegum ferðum fara einstaklingar á eigin vegum.  Bílstjóri tekur við fólki á flugvellinum og ekur á hótelið. Enskumælandi sjúklingatengiliður leiðir fólk gegnum ferlið hjá KCM.
 
Í hópferð bætist íslenskur fararstjóri við og leiðbeinir fólk í gegnum ferlið.  Þjónustan er að öðru leyti sambærileg.
 
Vegna Covid er betra að fólk hafi samráð við HEI áður en flugmiðar eru keyptir.

Dagskrá

Ferða- dagur Aðgerðar- dagur Heimferðar- dagur Til athugunar
27.1. 30.1. 3.2. Venjuleg ferð
3.2. 6.2. 10.2. Venjuleg ferð
10.2. 13.2. 17.2. Venjuleg ferð
17.2. 20.2. 24.2. Venjuleg ferð
24.2. 27.2 3.3 Venjuleg ferð
3.3 6.3 10.3 Venjuleg ferð
10.3 13.3 17.3 Venjuleg ferð
17.3 20.3 24.3 Venjuleg ferð
24.3 27.3 31.3 Venjuleg ferð

KCM gerir þyngdarlækkandi aðgerðir á laugardögum, nema á stórhátíðum.  Heppilegt er að vera kominn út 2-3 dögum fyrr, gott að fara frá Íslandi á miðvikudögum.  Lágmark er að dvelja á staðnum 48 tíma eftir aðgerð.  Fólk er 2 nætur á sjúkrahúsinu,  fer yfirleitt aftur á hótelið á mánudegi. Hægt er að fara heim á þriðjudegi en yfirleitt er miðað við að fara heim á miðvikudegi.

Hægt er að hnika ferðadögum  til um 1-2 daga í hvorn enda í samráði við HEI.

Vegna Covid eru færri að fara og ekki boðið upp á hópferir með fararstjóra fyrr á meðan ástandið varir.