Gott er að vera kominn á hótel í Jelenia Góra 2-3 dögum fyrir aðgerð. KCM sjúkrahúsið gerir þyngdarlækkandi skurðaðgerðir (ÞLS) yfirleitt á laugardögum en stundum er bætt við aðgerðadögum. Dvelja verður á svæðinu að lágmarki í 2 sólarhringa eftir aðgerð en gott að vera lengur, eða í 3-4 daga.

Þegar þetta er skrifað, í júlí 2021 er  heppilegt að taka beint flug með Wizz air milli Reykjavíkur og Wroclow í suður Póllandi, á þriðjudögum. Flugvöllurinn er í um 1,5 klst. akstursfjarlægð frá Jelenia Góra.
 
Bílstjóri KCM sækir fólk á flugvöllinn, ekur á hótel og til baka í lok dvalar.
 
Hægt er að fara á eigin vegum eða taka þátt í hópferð sem HEI skipuleggur, sjá hér neðar. Ekki er heppilegt að fólk fari í einstaklingsferð þær vikur sem hópferðir eru í gangi.
 
Enskumælandi sjúklinga-tengiliður er til staðar hjá KCM. Í hópferð bætist við íslenskur fararstjóri sem leiðbeinir gegnum ferlið.  
 
Gott getur verið að taka fylgdarmanneskju með til aðstoðar, sérstaklega í einstaklingsferðum.  Það kostar bara flugfarið, þ.e. allir fá 2ja manna hótelherbergi og akstur. 
 
Aukagjald fyrir að vera í hópferð er 20.000kr. 

Gott er að fá staðfestingu hjá HEI fyrir til reiðu áður en flugmiði er keyptur.

Dagskrá hópferða

Stefnt er að hópferðum mánaðarlega og oftar ef þarf.  Aðgerðadagar eru yfirleitt á laugardögum. 

Þegar þetta er skrifað í júlí 2021 er stefnt á hópferðir þá daga sem taflan hér á eftir sýnir.

Fólk getur ferðast á eigin vegum alla vikur ársins en fá þarf staðfest hjá HEI hvort laust er í aðgerð áður  en ferð er pöntuð.

FlugfélagFerð útFerð heim
Smartwings til Prag12.8.202119.8.2021
Wizzair til Wroclaw21.9.202128.9.2021
Wizzair til Wroclaw12.10.202119.10.2021
Wizzair til Wroclaw16.11.202123.11.2021
Wizzair til Wroclaw7.12.202114.12.2021