Sveinbjörg Júlía SvavarsdóttirÞað að fara í þyngdarlækkandi skurðaðgerð (ÞLS) / efnaskiptaaðgerð breytt rýmsu fyrir fólk persónulega og félagslega.  Offita safar í mörgum tilvikum af viðleitni okkar til að bæta okkur eitthvað upp með því að gæða okkur á mat oft aren gott er fyrir okkur, sem endar hjá mörgum, í offitu.  Eftir aðgerð minnka möguleikarnir á þessari nautn, þó andlega þörfin kunni að vera til staðar áfram.  Það að borða er líka félagsleg athöfn sem fólk getur saknað verulega.  Þetta leiðir í sumum tilvikum til þess að fólk verður óánægt og sumir finna til þunglyndis. Þá sækja sumir í að fitna aftur eftir að hafa léttst verulega fyrst eftir aðgerð.

Til að vinna gegn þessu þarf meðal annars að huga að andlega þættingum.

Dr. Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir, félagsráðgjafi er sérhæfð í þessu verkefni.  Hún tekur fólk í viðtalsráðgjöf sem miðar að því að dýpka skilning á offitu sem sjúkdómi og hvernig gott er að taka á því persónulega og félagslega.  Hún hefur lengst af starfað við félagsráðgjöf og stundað rannsóknir. Eftir hana hafa birst greinar í vísindatímaritum. Sveinbjörg leggur mikla áherslu á heildarsýn á aðstæður einstaklinga, hjóna og fjölskyldna, samspil þeirra innbyrðis og í umhverfi sínu.

HEI býður þeim sem farið hafa í ÞLS frítt prufuviðtal hjá Dr. Sveinbjörgu.  Markmið með viðtalsmeðferð og þjálfun er að:

  1. Auka skilning á venjum og hvaða áhrif þær hafa á okkur.
  2. Átta sig á hvort og hvaða breytingar þarf mögulega að gera til þess að ná betra jafnvægi og til að draga úr álagi og streitu sem fylgir ÞLS.
  3. Að skilgreina, skilja, efla sig og draga úr áhrifum hindrana.
  4. Finna sín mörk og læra að setja öðrum mörk.
  5. Koma auga á tækifæri við breyttar aðstæður.

Panta má fría viðtalið með því að senda póst á Sveinbjörgu Júlíu og með því að hringja í hana í síma 866 2296. Eftir prufuviðtalið ákveður hver og einn fyrir sig um framhaldið.