KCM einkasjúkrahúsið í suður Póllandi er leiðandi sjúkrahús í þyngdarlækkandi aðgerðum.  KCM er í Jelenia Góra um 75.000 manna bæ nálægt landamærum Tékklands og Þýskalands.  Wizz air flýgur beint til nágrannaborgarinnar Wroclaw þangað sem sjúkrahúsið sækir og fer með sína “sjúklinga” ef óskað er. Sjúkrahúsið bókar einnig hótel á svæðinu ef óskað er.

Verð hjá KCM

Heppilegir ferðadagar til KCM

Allt annað líf

Sjónvarpsstöðin Hringbraut gerði haustið 2019 tvo þætti um heilsuferðir Íslendinga til KCM sjúkrahúsins í Jelenia Góra í Suður-Póllandi, sem sýndir voru á Hringbraut í mars 2020.

Í þáttunum ræðir Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsmaður meðal annars við Hjalta Allan Sverrisson á Grunarfirði og Kristínu Sigmundsdóttur á Hólmavík, sem bæði hafa farið í þyngdarlækkandi aðgerð.

Fyrri þátturinn fjallar mest um þyngdarlækkandi skurðaðgerðir eða “efnaskiptaaðgerðir” eins og fagfólkið vill kalla þær.

Síðari þátturinn fjallar líka um magaaðgerðir og einnig um lýtaaðgerðir, það er “svuntuaðgerð”, sem þurfa á að halda eftir að hafa léttast mikið.

Guðjón Sigurbjartsson, hjá HEI og Dr. Kowalski, hjá KCM sjúkrahjúsinu ræða um þyngdar-lækkandi-skurðaðgerðir

KCM sjúkrahúsið