Verð þyngdar-lækkandi-skurðaðgerða (ÞLS) hjá KCM sjúkrahúsinu er eftirfarandi í Euro.

Sjá má gengi EUR á heimasíðum bankanna.

Innifalið:

 • Spurningalisti sem þú þarft að svara um heilsufar þitt og mat KCM á því hvort heilsa þín leyfi aðgerð .
 • Forrannsóknir hjá KCM:
  • Blóðprufur
  • Röntgen af brjóstkassa
  • Þrekpróf þar sem þarf að ganga stutta stund á göngubretti.
  • Hjartalínurit
  • Blásturspróf
  • Magaspeglun sem gerð er í stuttri léttri svæfingu
  • Skoðun og viðtal hjá skurðlækni
  • Viðtal við svæfingalækni.
 • Aðgerðin sjálf magaermi, hjáveita eða sambærilegt
 • Lekapróf eftir aðgerð.
 • Ráðgjöf og leiðsögn næringarfræðings, sjúkraþjálfara og sálfræðings eftir aðgerðina.
 • Þrír dagar (tvær nætur) á KCM sjúkrahúsinu með tilheyrandi aðhlynningu.
 • Hótelherbergi, 2ja manna, fyrir og eftir aðgerðina.
 • Ferðafélagi er velkominn með, en því fylgir aukagjald, sjá verðlista.
 • Akstur til og frá flugvelli, hóteli og sjúkrahúsi.
 • Enskumælandi tengiliður KCM tekur við fólki og leiðir það gegnum ferlið
 • Um viku ferðir er að ræða, en stundum hægt að stytta ferðina í 4-5 daga.

Ekki innifalið:

 • Flugfargjald. Heppilegt er að fljúga með Wizz air til og frá Wroclaw sem kostar frá um 20.000 kr.
 • Fylgdarmanneskja. Akstur til og frá flugvelli og hóteli, hótel auklega í 2 daga, samtals 120 EUR.
 • Ráðlagður lyfjapakki eftir aðgerðina um 10.000 kr.
 • Veitingar / matur utan sjúkrahússins.
 • Ef um hópferð er að ræða er auka þjónustugjald 20.000kr.

Greiðslur

Sjá upplýsingar á greiðslusíðu.