KCM sjúkrahúsinu í Póllandi, er leiðandi sjúkrahús á sviði þyngdar-lækkandi-skurðaðgerða  (ÞLS, e: Weight Loss Surgery).

Magaermi og tilheyrandi þjónusta hjá KCM kostar 5.490 EUR (nú um 850.000kr).
Magahjáveita og mini hjáveita kosta 500 EUR í viðbót.

Að fjarlægja magabandið í sömu aðgerð kostar 1.500 EUR (um 235.000kr.)
Í einstaka mjög sjaldgæfum tilvikum er magabandið mjög samvaxið maganum.  Það getur leitt til þess að læknirinn telur það ekki áhættunnar virði að gera líka þá magaaðgerð sem til stóð og ljúki aðgerðum án þess.  Ef það gerist þá er heildar kostnaðurinn 3.000 EUR bara við að taka magabandið.  Þá er það sem umfram et (5.490-3.000) 2.490 EUR endurgreitt.   Ef sjúklingur fer í aðgerð síðar er gjaldið það sama og áður 5.490 EUR.

Þegar um er að ræða hópferð með Íslenskum tengilið bætast við 20.000kr. þjónustugjald.

Greiða má með millifærslu eða kortaláni frá Valitor til allt að 36 mánaða.

Innifalið:

 • Spurningalisti sem þú þarft að svara um heilsufar þitt og mat KCM á því hvort heilsa þín leyfi aðgerð .
 • Forrannsóknir hjá KCM:
  • Blóðprufur
  • Röntgen af brjóstkassa
  • Þrekpróf þar sem þarf að ganga stutta stund á göngubretti.
  • Hjartalínurit
  • Blásturspróf
  • Magaspeglun sem gerð er í stuttri léttri svæfingu
  • Skoðun og viðtal hjá skurðlækni
  • Viðtal við svæfingalækni.
 • Aðgerðin sjálf magaermi, hjáveita eða sambærilegt
 • Lekapróf eftir aðgerð.
 • Ráðgjöf og leiðsögn næringarfræðings, sjúkraþjálfara og sálfræðings eftir aðgerðina.
 • Þrír dagar (tvær nætur) á KCM sjúkrahúsinu með tilheyrandi aðhlynningu.
 • Hótel fyrir og eftir aðgerð fyrir “sjúkling” og fylgdarmanneskju, ef hún er með.
 • Akstur til og frá flugvelli, hóteli og sjúkrahúsi.
 • Ferðafélagi er velkominn með
 • Enskumælandi tengiliður KCM tekur við fólki og leiðir það gegnum ferlið
 • Um viku ferðir er að ræða, en stundum hægt að stytta ferðina í 4-5 daga.

Ekki innifalið:

 • Flugfargjald. Heppilegt er að fljúga með Wizz air til og frá Wroclaw sem kostar í kringum 20.000 kr.
 • Ráðlagður lyfjapakki eftir aðgerðina um 10.000 kr.
 • Veitingar / matur utan sjúkrahússins.
 • Ef um hópferð er að ræða er auka þjónustugjald 20.000kr.