Það er okkur sérstakt ánæguefni að bjóða vandaða liðskiptiþjónustu á KCM sjúkrahúsinu í Póllandi sem er leiðandi í liðskiptiaðgerðum og meðhöndlar sjúklinga víða að úr heiminum.

Yfirmaður bæklunarlækninga KCM er Dr. Czerkasow, MD, PhD sem áður var á bæklunar-skurðdeild William Harvey Hospital í Bretlandi.  Hann er ráðgefandi læknir fyrir Zimmer-Biomet Co. í Póllandi og nýtur virðingar sem skurðlæknir enda með gífurlega reynslu eftir meira en 4.650 árangursríkar liðskiptaaðgerðir.

KCM notar íhluti frá Zimmer-Biomet í BNA sem hafa yfir 80 ára reynslu og eru leiðandi í lausnum varðandi mjaðmaliðaskipti og persónulega liðskiptitækni sjá:
http://www.zimmer.co.uk/medical-professionals.html
http://www.zimmer.co.uk/patients-caregivers/article/hip.html

Við mælum með dvöl í a.m.k. eina viku eftir útskrift af sjúkrahúsinu til þess að geta notið sérhæfðrar sjúkraþjálfunar í endurhæfingardeild okkar.

Við erum þess viss að þú verður mjög ánægð/ur með þjónustuna, reynsluna og árangurinn – við höfum þjónað skjólstæðingum víða að.

Endilega hafðu samband við HEI og fáðu nánari upplýsingar.  Ferðalagið, aðgerðin og dvölin ætti að geta verið án útgjalda fyrir sjúkling og fylgdarmanneskju.