Algengar spurningar um liðskiptiaðgerðir

Er öruggt að fara í liðskiptiaðgerð erlendis?

Það má líka spyrja - Er öruggt að fara í liðskiptiaðgerð á Íslandi?  Engar skurðaðgerðir eru fullkomlega öruggar, en áhættan væntanlega álíka mikil hér heima og erlendis.

Það má líka spyrja - Er ráðlegt að bíða lengi eftir liðskiptiaðgerð á Íslandi ef hægt er að komast fljótlega að í nágrannalandi?

CPH sjúkrahúsið starfar samkvæmt lögum í Danmörku. Um er að ræða vandað sjúkrahús þar sem sérfræðiþekking er til staðar með reynslumiklu lækningateymi,  nýjum tæknibúnaði, nýjustu aðferðum,  hreinlæti og sýkingavörnum sem stenst samanburð við það sem best gerist hér heima.

Hvernig kemst ég á biðlista eftir liðskiptiaðgerð?

Sjúkratryggingar miða við að bæklunarlæknar úrskurði um þörfina.

Biðlistar eftir liðskiptiaðgerðum eru almennt mun lengri en 3 mánuðir.  Þegar úrskurður bæklunarlæknis liggur fyrir getur heimilislæknir  nálgast hann á netinu sótt um "siglingarheimild" til SÍ. 

HEI er einnig tilbúið að aðstoðað við það ef þörf gerist og mögulegt er.

Nafn sjúklinga þarf í raun ekki að standa á biðlista eftir aðgerð í 3 mánuði því ljóst er að biðlistar eru mun lengri.

Hvernig fer ég að því að fá greiðsluþátttöku til að sækja liðskiptiaðgerð erlendis?

Sjúkratryggingar miða við að bæklunarlæknar úrskurði um þörfina.

Bæklunarlæknar skrifa skýrslu um niðurstöðu sína sem viðkomandi heimilislæknar hafa netaðgang að og geta þá sótt um greiðsluþátttöku til SÍ á vef SÍ. 

Reyndar getur HEI einnig aðstoðað við það ef á þarf að halda. 

 

Hvað taka SÍ sér langan tíma til að svara?

Það er fundað um umsóknir á 2ja vikna fresti hjá SÍ.

Stundum óska SÍ eftir viðbótar gögnum og þá tefst afgreiðsla, en almennt má vænta niðurstöðu eftir 2-3 vikur frá því umsókn er send.

Hvað er löng bið eftir því að komast í aðgerð erlendis?

Það er aðeins nokkurra vikna biðin eftir aðgerð hjá CPH, stundum bara 2 vikur stundum rúmlega einn mánuður.

Það er hægt að panta í aðgerð á sama tíma og sótt er um greiðsluþátttöku SÍ þannig að heildar biðtíminn frá því umsókn er send til SÍ og þar til komið er út í aðgerð þarf ekki að vera nema um 3 vikur eða svo.

Hvað kostar liðskiptiaðgerð?

Sjá allt um verðin hér.

Hvað tekur ferðin marga daga?

Lágmarksdvöl erlendis er 5 nætur.   Fólk er yfirleitt 1 nótt á hóteli fyrir aðgerðina, 2 nætur á sjúkrahúsinu og svo aftur 2 nætur á hótelinu á eftir.

Auðvitað getur fólk verið lengur ef það vill. Fylgdarfólk sefur allar næturnar á hótelinu.

Hvar finn ég upplýsingar um CPH sjúkrahúsið?

CPH Privathospital

Heimilisfang: Rådhustorvet 4, 3520 Farum, Denmark.

Sími: +45 7021 8000,

Heimasíða: cph-privathospital.dk,

Eru einhver skilyrði sem fólk þarf að uppfylla til að komast í liðskiptiaðgerð hjá CPH?

Já það eru nokkur skilyrði varðandi heilsufar og þess hátta auk almennra skilyrða varðandi aldur, sjálfræði og þess háttar.

CPH þarf eftirfarandi upplýsingar um heilsu umsækjenda: Sjúkraskýrslu, röntgenmyndir af viðkomandi svæði, ekg (hjartalínurito) og upplýsingar um BMI . Ef BMI er yfir 35 þarf læknir CPH að samþykkja sjúkling og CPH tekur ekki við sjúklingum með BMI hærra en 40. 

CPH tekur ekki sjúklinga sem eru í hærri heilsuflokki en ASA 2.

Til að komast að því hvort þú uppfyllir skilyrðin má snúa sér til heilsugæslu/heimilislæknis og óska greiningar.